Erlent

Bann á efedríni ógilt

Dómstóll í Utah í Bandaríkjunum hefur ógilt bann við sölu á fæðubótarefnum sem innihalda efedrín sem verið hefur í gildi í nokkur ár. Bannið var sett á eftir að sýnt þótti að fjöldi fólks hefði látist eftir að hafa tekið inn of stóra skammta af ripped-fuel og fleiri vörum sem innihalda efedrín. Enn liggur þó ekki fyrir hvort verslanir í Bandaríkjunum geti fljótlega fyllt hillur sínar af efedrín-bættum grenningarmeðölum á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×