Erlent

Helmingur karlmanna ákærður

Sjö menn, eða helmingur allra fullorðinna karlmanna á Pitcairn-eyju, hafa verið ákærðir fyrir kynferðisglæpi sem sumir áttu sér stað fyrir áratugum. Pitcairn-eyja var numin af uppreisnarmönnum á hinu sögufræga skipi MS-Bounty árið 1789. Mennirnir segja að þeir hafi staðið í þeirri trú að bresk lög næðu ekki yfir íbúa eyjarinnar og því sé ekki hægt að dæma þá á þeim forsendum, auk þess sem það sé löng hefð fyrir því að stúlkur á Pitcairn fari að stunda kynlíf mun fyrr en á Vesturlöndum. 47 manns búa á Pitcairn og þar af eru 36 beinir afkomendur Bounty-skipverjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×