Refsirammi rúmur en dómar of vægir 27. maí 2005 00:01 Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira