Refsirammi rúmur en dómar of vægir 27. maí 2005 00:01 Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira