Refsirammi rúmur en dómar of vægir 27. maí 2005 00:01 Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira