Innlent

Níu íbúðir eldri borgara rýmdar

Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans. Húsnæðið er í eigu Fjarðabyggðar og segir Guðmundur Y. Hraunfjörð, húsnæðisfulltrúi bæjarins, að um 10 sentímetra djúpt vatn hafi verið á öllum gólfum í kjallaranum þegar vatnslekinn uppgötvaðist um klukkan fimm um morguninn en þar eru meðal annars níu íbúðir. "Slökkvilið Fjarðabyggðar vatnstæmdi kjallarann en rýma þurfti allar níu íbúðirnar. Nokkrum íbúanna var komið fyrir á sjúkrahúsinu en aðrir fóru til aðstandenda," segir Guðmundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×