Víðtæk samstaða um heilsársveg 13. júlí 2005 00:01 Hlutafélagið Norðurvegur ehf. var stofnað í febrúar síðastliðnum með að markmiði að undirbúa gerð heilsárvegar yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. Vegurinn hefði stytt akleiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 81 km og grófleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5,5 milljarða króna. Framkvæmdin átti að vera í höndum einkaaðila, fjármögnuð að mestu leyti með lánsfé sem greitt yrði til baka með innheimtu veggjalda. Gerð nýs hálendisvegar um Arnavatnsheiði og Stórasand var ekki að skapi samgönguyfirvalda en í samgönguáætlun er gert ráð fyrir uppbyggingu fjögurra hálendisvega: Um Kaldadal, Sprengisand, Fjallabaksleið nyrðri og Kjöl. Hugmyndin mætti einnig andstöðu Skagfirðinga og Blönduósbúa sem töldu að ferðaþjónusta á svæðinu missa spón úr aski sínum vegna minni umferðar og eins þótti ýmsum orka tvímælis að vegurinn átti að liggja um Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Í því sambandi benti sveitarstjórn Bláskógabyggðar á að í aðalskipulagi Þingvallasveitar komi fram að hvers konar flutningar á olíu, bensíni og öðrum mengandi efnum séu ekki heimilaðir um þjóðgarðinn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skoraði því á norðanmen að endurskoða tilgang Norðurvegar og skoða heldur þá kosti sem fælust í heilsársvegi um Kjöl. Taka höndum saman Stjórn Norðurvegar mat svo að andstaðan við Stórasandsveg væri of mikil til að framkvæmdin yrði að veruleika í náinni framtíð. Því hafa norðanmenn og Sunnlendingar nú tekið höndum saman; tilgangi Norðurvegar ehf. verður breytt í september og félagið gert að undirbúningsfélagi um gerð heilsársvegar yfir Kjöl, sem fjármagnaður verði með lánsfé og rekinn með veggjöldum. Sunnlendingar, með Kjartan Ólafsson þingmann í fylkingarbrjósti, eru að safna hlutafé á Suðurlandi sam lagt verður í Norðurveg ehf. og líklega verður nafni félagsins breytt í Kjalveg ehf. Stofnhlutafé Norðurvegar var 11 milljónir króna og er Kaupfélag Eyfirðinga stærsti hluthafinn með fimm milljónir króna. Þar á eftir kemur Akureyrarbær með þrjár milljónir króna og Hagar með tvær milljónir króna en gert er ráð fyrir að hlutafjárframlag Sunnlendinga verði um 10 milljónir króna. Frá Reykjavík verður ekið um núverandi veg um Hellisheiði og Hveragerði, upp í Grímsnes, fram hjá Gullfossi og inn á Kjöl en þar er nú þegar vegur sem opinn er yfir sumartímann. Sumarvegurinn verður byggður upp og gerður að 7,5 metra breiðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og hann tengdur hringveginum með nýjum vegi frá Blöndulóni að þjóðvegi 1 í botni Skagafjarðar, nærri Silfrastöðum. Kjartan Ólafsson segir Selfyssinga og uppsveitamenn mjög áhugasama um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. "Vegurinn tengir saman Suður- og Norðurland og styttir leiðina á milli Selfoss og Akureyrar um 110 kílómetra; úr 420 kílómetrum í 310 kílómetra. Kjalvegur hefur nú þegar verið byggður upp að sunnan og norðanverðu en eftir á að endurbæta innan við 100 km kafla. Við höfum látið verktaka gera kostnaðaráætlun og samkvæmt henni kostar uppbygging þess vegarkafla 1,2 milljarða króna og vegurinn í heild ekki nema ríflega þrjá milljarða króna. Hæst fer vegurinn hátt í 700 metra yfir sjávarmál og því nauðsynlegt að skoða vel veðurfarsgögn með tilliti til snjóalaga en staðkunnugir telja að snjóþyngsli verði ekki alvarlegt vandamál," segir Kjartan. Afstaða samgönguyfirvalda Einkaaðilar ráðast ekki í gerð heilsársvegar um Kjöl nema með vilyrði ríkisins. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var ekki hrifinn af áformum Norðurvegar um veg yfir Stórasand og Arnarvatnsheiði en honum líst betur á heilsársveg yfir Kjöl. "Hugmyndin hefur lauslega verið kynnt fyrir mér og þó svo ég eigi eftir að sjá frekari gögn þá líst mér mjög vel á það sem ég hef séð og er tilbúinn að ræða við þá aðila sem að þessu máli koma. Hugmyndin er í samræmi við samgönguáætlun og ég tel ekki ólíklegt að af framkvæmdinni geti orðið. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki tekið neina afstöðu til þess hvort þau komi að fjármögnun framkvæmdarinnar og ekki er gert ráð fyrir að settir verði fjármunir í þetta verkefni á næstu fjórum árum," segir Sturla. Að mati Kjartans Ólafssonar styrkist ferðaþjónusta og verslun á Suðurlandi með tilkomu heilsársvegar yfir Kjöl en Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segist ekki hafa miklar áhyggjur þó umferð minnki um Borgarfjörð. "Í aðalskipulagi fyrir Borgarnes er gert ráð fyrir því að núverandi vegur verði fluttur út fyrir byggðina og þó sú framkvæmd sé ekki tímasett þá er hún fyrirsjáanleg. Verslun og ferðaþjónusta í Borgarbyggð byggir að stærstum hluta á frístundabyggð í Borgarfirði og umferð vestur á Snæfellsnes og um Vestfirði," segir Helga. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Hlutafélagið Norðurvegur ehf. var stofnað í febrúar síðastliðnum með að markmiði að undirbúa gerð heilsárvegar yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. Vegurinn hefði stytt akleiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 81 km og grófleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5,5 milljarða króna. Framkvæmdin átti að vera í höndum einkaaðila, fjármögnuð að mestu leyti með lánsfé sem greitt yrði til baka með innheimtu veggjalda. Gerð nýs hálendisvegar um Arnavatnsheiði og Stórasand var ekki að skapi samgönguyfirvalda en í samgönguáætlun er gert ráð fyrir uppbyggingu fjögurra hálendisvega: Um Kaldadal, Sprengisand, Fjallabaksleið nyrðri og Kjöl. Hugmyndin mætti einnig andstöðu Skagfirðinga og Blönduósbúa sem töldu að ferðaþjónusta á svæðinu missa spón úr aski sínum vegna minni umferðar og eins þótti ýmsum orka tvímælis að vegurinn átti að liggja um Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Í því sambandi benti sveitarstjórn Bláskógabyggðar á að í aðalskipulagi Þingvallasveitar komi fram að hvers konar flutningar á olíu, bensíni og öðrum mengandi efnum séu ekki heimilaðir um þjóðgarðinn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skoraði því á norðanmen að endurskoða tilgang Norðurvegar og skoða heldur þá kosti sem fælust í heilsársvegi um Kjöl. Taka höndum saman Stjórn Norðurvegar mat svo að andstaðan við Stórasandsveg væri of mikil til að framkvæmdin yrði að veruleika í náinni framtíð. Því hafa norðanmenn og Sunnlendingar nú tekið höndum saman; tilgangi Norðurvegar ehf. verður breytt í september og félagið gert að undirbúningsfélagi um gerð heilsársvegar yfir Kjöl, sem fjármagnaður verði með lánsfé og rekinn með veggjöldum. Sunnlendingar, með Kjartan Ólafsson þingmann í fylkingarbrjósti, eru að safna hlutafé á Suðurlandi sam lagt verður í Norðurveg ehf. og líklega verður nafni félagsins breytt í Kjalveg ehf. Stofnhlutafé Norðurvegar var 11 milljónir króna og er Kaupfélag Eyfirðinga stærsti hluthafinn með fimm milljónir króna. Þar á eftir kemur Akureyrarbær með þrjár milljónir króna og Hagar með tvær milljónir króna en gert er ráð fyrir að hlutafjárframlag Sunnlendinga verði um 10 milljónir króna. Frá Reykjavík verður ekið um núverandi veg um Hellisheiði og Hveragerði, upp í Grímsnes, fram hjá Gullfossi og inn á Kjöl en þar er nú þegar vegur sem opinn er yfir sumartímann. Sumarvegurinn verður byggður upp og gerður að 7,5 metra breiðum heilsársvegi með bundnu slitlagi og hann tengdur hringveginum með nýjum vegi frá Blöndulóni að þjóðvegi 1 í botni Skagafjarðar, nærri Silfrastöðum. Kjartan Ólafsson segir Selfyssinga og uppsveitamenn mjög áhugasama um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. "Vegurinn tengir saman Suður- og Norðurland og styttir leiðina á milli Selfoss og Akureyrar um 110 kílómetra; úr 420 kílómetrum í 310 kílómetra. Kjalvegur hefur nú þegar verið byggður upp að sunnan og norðanverðu en eftir á að endurbæta innan við 100 km kafla. Við höfum látið verktaka gera kostnaðaráætlun og samkvæmt henni kostar uppbygging þess vegarkafla 1,2 milljarða króna og vegurinn í heild ekki nema ríflega þrjá milljarða króna. Hæst fer vegurinn hátt í 700 metra yfir sjávarmál og því nauðsynlegt að skoða vel veðurfarsgögn með tilliti til snjóalaga en staðkunnugir telja að snjóþyngsli verði ekki alvarlegt vandamál," segir Kjartan. Afstaða samgönguyfirvalda Einkaaðilar ráðast ekki í gerð heilsársvegar um Kjöl nema með vilyrði ríkisins. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var ekki hrifinn af áformum Norðurvegar um veg yfir Stórasand og Arnarvatnsheiði en honum líst betur á heilsársveg yfir Kjöl. "Hugmyndin hefur lauslega verið kynnt fyrir mér og þó svo ég eigi eftir að sjá frekari gögn þá líst mér mjög vel á það sem ég hef séð og er tilbúinn að ræða við þá aðila sem að þessu máli koma. Hugmyndin er í samræmi við samgönguáætlun og ég tel ekki ólíklegt að af framkvæmdinni geti orðið. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki tekið neina afstöðu til þess hvort þau komi að fjármögnun framkvæmdarinnar og ekki er gert ráð fyrir að settir verði fjármunir í þetta verkefni á næstu fjórum árum," segir Sturla. Að mati Kjartans Ólafssonar styrkist ferðaþjónusta og verslun á Suðurlandi með tilkomu heilsársvegar yfir Kjöl en Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segist ekki hafa miklar áhyggjur þó umferð minnki um Borgarfjörð. "Í aðalskipulagi fyrir Borgarnes er gert ráð fyrir því að núverandi vegur verði fluttur út fyrir byggðina og þó sú framkvæmd sé ekki tímasett þá er hún fyrirsjáanleg. Verslun og ferðaþjónusta í Borgarbyggð byggir að stærstum hluta á frístundabyggð í Borgarfirði og umferð vestur á Snæfellsnes og um Vestfirði," segir Helga.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira