Innlent

Gegnumlýsing í Leifsstöð biluð

Gegnumlýsingartæki í Leifsstöð bilaði í gær og tókst ekki að gegumlýsa allan farangur einnar flugvélar sem hélt utan í gærdag. Reynt var að notast við sérstaka bifreið sem notuð er til að gegnumlýsa farangur en hún er ekki jafn afkastamikil og tækin inni í flugstöðinni. Því voru tólf töskur skildar eftir og verða þær sendar með öðrum flugvélum í dag, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×