Innlent

Bókunar- og sölustarfsemi leigð út

Reykjavíkurborg hefur brugðist við úrskurði samkeppnisyfirvalda og leigt út bókunar- og sölustarfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavik. Þessi hluti starfseminnar var talinn stangast á við samkeppnislög og var borginni gert að aðskilja þenna hluta rekstursins frá öðrum. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Reykjavíkurborg var ákveðið að stíga skrefi lengra og bjóða reksturinn út og hefur borgin nú samið við Netvísi hf. um að sjá um þennan rekstur til eins árs til að byrja með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×