Áfram unnið að álveri fyrir norðan 14. maí 2005 00:01 Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira