Innlent

Listahátíð hefst í dag

Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur hún í þrjár vikur. Þótt hátíðin sé kennd við höfuðborgina fer hún fram á tíu öðrum stöðum á landinu: Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eiðum, Vestmannaeyjum, Skálholti, Hveragerði og undir Eyjafjöllum. Hátíðin í ár er helguð alþjóðlegri samtímamyndlist. Fyrstu sýningar verða opnaðar klukkan tvö í dag og ber þar hæst viðamikla sýningu á verkum Dieters Roths í þremur listasöfnum í Reykjavík. Opnunarhátíð Listahátíðar verður í Listasafni Reykjavíkur í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×