Óskir um líf og dauða skráðar 26. maí 2005 00:01 Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. Guðjón skrifaði undir lífsskrána í húsakynnum Landlæknis í dag. Guðjón hefur barist við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn frá því í mars í fyrra en sjúkdómurinn lamar einstaklinga á einu til fimm árum. Í dag á Guðjón orðið erfitt um gang og tal. Hann segir það stórt skref að hafa skrifað undir lífsskrána. Nú sé hann búinn að ákveða hvernig haga eigi málum varðandi lífslok hans, ef hann verði ófær um að tjá sinn vilja, og kona hans og börn þurfi ekkert að velkjast í vafa um það. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta stórt skref hjá Guðjóni en unnið hefur verið að gerð lífsskrárinnar lengi hjá Landlæknisembættinu. Hann segir það mikilvægt fyrir sjúklinga sem berjast við erfiða sjúkdóma að geta rætt um lífslok sín og hafa tækifæri til að taka ákvarðanir áður en að þeim kemur. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Á lífsskrána hefur Guðjón tilgreint þrjá vini sína sem munu, á ákveðnum tímapunkti og ef þær aðstæður skapast að Guðjón geti ekki tjáð sig, taka ákvörðun um að slökkt verði á öndunarvélinni. Skemmst er að minnast máls Terrys Schiavos í Bandaríkjunum þar sem eiginmaður hennar og foreldrar börðust um lífslokin. Ef Schiavo hefði skrifað undir lífsskrá þá hefði hún sjálf getað tekið ákvörðun um lífslok sín. Guðjón segir það ekki erfið skref að skrifa undir skrána, heldur þvert á móti léttir. „Þetta er verkefni sem er frá og ég veit að þetta er léttir fyrir fjöslkylduna líka,“ segir Guðjón. Reglur Landlæknisembættisins varðandi lífsskrána eru ekki tilbúnar hjá embættinu en búist er við að þær verði kynntar næsta vor. Landlæknir segir að heilbrigt fólk geti einnig átt sína lífsskrá og þetta sé í raun opið öllum sem áhuga hafa, og reyndar skynsamlegt að velta þessum hlutum fyrir sér fyrr en seinna. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. Guðjón skrifaði undir lífsskrána í húsakynnum Landlæknis í dag. Guðjón hefur barist við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn frá því í mars í fyrra en sjúkdómurinn lamar einstaklinga á einu til fimm árum. Í dag á Guðjón orðið erfitt um gang og tal. Hann segir það stórt skref að hafa skrifað undir lífsskrána. Nú sé hann búinn að ákveða hvernig haga eigi málum varðandi lífslok hans, ef hann verði ófær um að tjá sinn vilja, og kona hans og börn þurfi ekkert að velkjast í vafa um það. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta stórt skref hjá Guðjóni en unnið hefur verið að gerð lífsskrárinnar lengi hjá Landlæknisembættinu. Hann segir það mikilvægt fyrir sjúklinga sem berjast við erfiða sjúkdóma að geta rætt um lífslok sín og hafa tækifæri til að taka ákvarðanir áður en að þeim kemur. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Á lífsskrána hefur Guðjón tilgreint þrjá vini sína sem munu, á ákveðnum tímapunkti og ef þær aðstæður skapast að Guðjón geti ekki tjáð sig, taka ákvörðun um að slökkt verði á öndunarvélinni. Skemmst er að minnast máls Terrys Schiavos í Bandaríkjunum þar sem eiginmaður hennar og foreldrar börðust um lífslokin. Ef Schiavo hefði skrifað undir lífsskrá þá hefði hún sjálf getað tekið ákvörðun um lífslok sín. Guðjón segir það ekki erfið skref að skrifa undir skrána, heldur þvert á móti léttir. „Þetta er verkefni sem er frá og ég veit að þetta er léttir fyrir fjöslkylduna líka,“ segir Guðjón. Reglur Landlæknisembættisins varðandi lífsskrána eru ekki tilbúnar hjá embættinu en búist er við að þær verði kynntar næsta vor. Landlæknir segir að heilbrigt fólk geti einnig átt sína lífsskrá og þetta sé í raun opið öllum sem áhuga hafa, og reyndar skynsamlegt að velta þessum hlutum fyrir sér fyrr en seinna. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira