Óskir um líf og dauða skráðar 26. maí 2005 00:01 Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. Guðjón skrifaði undir lífsskrána í húsakynnum Landlæknis í dag. Guðjón hefur barist við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn frá því í mars í fyrra en sjúkdómurinn lamar einstaklinga á einu til fimm árum. Í dag á Guðjón orðið erfitt um gang og tal. Hann segir það stórt skref að hafa skrifað undir lífsskrána. Nú sé hann búinn að ákveða hvernig haga eigi málum varðandi lífslok hans, ef hann verði ófær um að tjá sinn vilja, og kona hans og börn þurfi ekkert að velkjast í vafa um það. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta stórt skref hjá Guðjóni en unnið hefur verið að gerð lífsskrárinnar lengi hjá Landlæknisembættinu. Hann segir það mikilvægt fyrir sjúklinga sem berjast við erfiða sjúkdóma að geta rætt um lífslok sín og hafa tækifæri til að taka ákvarðanir áður en að þeim kemur. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Á lífsskrána hefur Guðjón tilgreint þrjá vini sína sem munu, á ákveðnum tímapunkti og ef þær aðstæður skapast að Guðjón geti ekki tjáð sig, taka ákvörðun um að slökkt verði á öndunarvélinni. Skemmst er að minnast máls Terrys Schiavos í Bandaríkjunum þar sem eiginmaður hennar og foreldrar börðust um lífslokin. Ef Schiavo hefði skrifað undir lífsskrá þá hefði hún sjálf getað tekið ákvörðun um lífslok sín. Guðjón segir það ekki erfið skref að skrifa undir skrána, heldur þvert á móti léttir. „Þetta er verkefni sem er frá og ég veit að þetta er léttir fyrir fjöslkylduna líka,“ segir Guðjón. Reglur Landlæknisembættisins varðandi lífsskrána eru ekki tilbúnar hjá embættinu en búist er við að þær verði kynntar næsta vor. Landlæknir segir að heilbrigt fólk geti einnig átt sína lífsskrá og þetta sé í raun opið öllum sem áhuga hafa, og reyndar skynsamlegt að velta þessum hlutum fyrir sér fyrr en seinna. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Guðjón Sigurðsson varð í dag fyrstur Íslendinga til að skrifa undir lífsskrá. Guðjón, sem þjáist af MND- sjúkdómnum, tilgreinir meðal annars í skránni hverjum hann treystir til að taka ákvarðanir sem snerta líf hans og dauða, geti hann ekki lengur tjáð sig. Guðjón skrifaði undir lífsskrána í húsakynnum Landlæknis í dag. Guðjón hefur barist við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn frá því í mars í fyrra en sjúkdómurinn lamar einstaklinga á einu til fimm árum. Í dag á Guðjón orðið erfitt um gang og tal. Hann segir það stórt skref að hafa skrifað undir lífsskrána. Nú sé hann búinn að ákveða hvernig haga eigi málum varðandi lífslok hans, ef hann verði ófær um að tjá sinn vilja, og kona hans og börn þurfi ekkert að velkjast í vafa um það. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta stórt skref hjá Guðjóni en unnið hefur verið að gerð lífsskrárinnar lengi hjá Landlæknisembættinu. Hann segir það mikilvægt fyrir sjúklinga sem berjast við erfiða sjúkdóma að geta rætt um lífslok sín og hafa tækifæri til að taka ákvarðanir áður en að þeim kemur. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur. Á lífsskrána hefur Guðjón tilgreint þrjá vini sína sem munu, á ákveðnum tímapunkti og ef þær aðstæður skapast að Guðjón geti ekki tjáð sig, taka ákvörðun um að slökkt verði á öndunarvélinni. Skemmst er að minnast máls Terrys Schiavos í Bandaríkjunum þar sem eiginmaður hennar og foreldrar börðust um lífslokin. Ef Schiavo hefði skrifað undir lífsskrá þá hefði hún sjálf getað tekið ákvörðun um lífslok sín. Guðjón segir það ekki erfið skref að skrifa undir skrána, heldur þvert á móti léttir. „Þetta er verkefni sem er frá og ég veit að þetta er léttir fyrir fjöslkylduna líka,“ segir Guðjón. Reglur Landlæknisembættisins varðandi lífsskrána eru ekki tilbúnar hjá embættinu en búist er við að þær verði kynntar næsta vor. Landlæknir segir að heilbrigt fólk geti einnig átt sína lífsskrá og þetta sé í raun opið öllum sem áhuga hafa, og reyndar skynsamlegt að velta þessum hlutum fyrir sér fyrr en seinna. Þegar einstaklingur skrifar undir lífsskrá er þar einnig tilgreint hvort einstaklingurinn vilji gefa líffæri sín þegar að lífslokum kemur.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira