Þurrkar hamla gróðursetningu 26. maí 2005 00:01 Um 15 þúsund skógarplöntur bíða nú rigningar í Heiðmörk, svo hægt verði að setja þær niður, að sögn Ólafs Erlings Ólafssonar skógarvarðar á svæðinu. Eftir helgina koma rúmlega 100 þúsund plöntur til viðbótar. Þá kemur líka fyrsti vinnuhópurinn, 20 manns, á mánudag. Ætlunin var að fara að setja niður plöntur af fullum krafti, en útilokað er að hefja gróðursetningu nú því jarðvegurinn er orðinn svo þurr eftir langvarandi þurrkatíð, að sögn Ólafs. "Þrír hópar sjá um gróðursetninguna fyrir okkur í sumar, svo og göngustígagerð á svæðinu" sagði hann. "Það eru veraldarvinir, unglingavinna Landsvirkjunar og Vinnuskóli Reykjavíkur, samtals 160 manns þegar flest verður. Yfirstandandi þurrkatíð veldur því að það er ekki hægt að hefja gróðursetningu. Ef sett er niður planta, þá þornar hún um leið þótt hún hafi verið rennandi blaut. Jarðvegurinn er orðinn alveg skraufþurr niður á 10 - 15 sentímetra dýpt. Við verðum bara að vökva plönturnar og láta huga að göngustígagerð meðan tíðin er svona." Þær 15 þúsund plöntur sem bíða gróðursetningar nú eru birkiplöntur. Fyrirhugað er að setja einnig niður greni og furu í Heiðmörkinni í sumar. Ólafur sagði vel merkjanlegt hve slæm áhrif veðráttan hefði haft á gróðurinn í Heiðmörk í vor. Aspirnar væru "gular og ljótar," og gróðurinn væri almennt mun seinni til heldur en venjulega. "Í svona þurri norðanátt er lítill hiti í loftinu á daginn og nánast frost á nóttunni," sagði Ólafur. "Það sést mikill munur á birkinu niðri við Elliðavatn og uppi í Heiðmörkinni, hvað gróðurinn sem stendur lægra er kominn miklu betur áleiðis. Það gæti farið svo að smáplönturnar sem settar voru niður í Heiðmörkinni í fyrra drepist í svona þurrkum. Við gróðursettum um 115 þúsund plöntur á síðasta ári. Þær virðast sleppa enn sem komið er, en svona veðurfar þola þær ekki til lengdar." Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Um 15 þúsund skógarplöntur bíða nú rigningar í Heiðmörk, svo hægt verði að setja þær niður, að sögn Ólafs Erlings Ólafssonar skógarvarðar á svæðinu. Eftir helgina koma rúmlega 100 þúsund plöntur til viðbótar. Þá kemur líka fyrsti vinnuhópurinn, 20 manns, á mánudag. Ætlunin var að fara að setja niður plöntur af fullum krafti, en útilokað er að hefja gróðursetningu nú því jarðvegurinn er orðinn svo þurr eftir langvarandi þurrkatíð, að sögn Ólafs. "Þrír hópar sjá um gróðursetninguna fyrir okkur í sumar, svo og göngustígagerð á svæðinu" sagði hann. "Það eru veraldarvinir, unglingavinna Landsvirkjunar og Vinnuskóli Reykjavíkur, samtals 160 manns þegar flest verður. Yfirstandandi þurrkatíð veldur því að það er ekki hægt að hefja gróðursetningu. Ef sett er niður planta, þá þornar hún um leið þótt hún hafi verið rennandi blaut. Jarðvegurinn er orðinn alveg skraufþurr niður á 10 - 15 sentímetra dýpt. Við verðum bara að vökva plönturnar og láta huga að göngustígagerð meðan tíðin er svona." Þær 15 þúsund plöntur sem bíða gróðursetningar nú eru birkiplöntur. Fyrirhugað er að setja einnig niður greni og furu í Heiðmörkinni í sumar. Ólafur sagði vel merkjanlegt hve slæm áhrif veðráttan hefði haft á gróðurinn í Heiðmörk í vor. Aspirnar væru "gular og ljótar," og gróðurinn væri almennt mun seinni til heldur en venjulega. "Í svona þurri norðanátt er lítill hiti í loftinu á daginn og nánast frost á nóttunni," sagði Ólafur. "Það sést mikill munur á birkinu niðri við Elliðavatn og uppi í Heiðmörkinni, hvað gróðurinn sem stendur lægra er kominn miklu betur áleiðis. Það gæti farið svo að smáplönturnar sem settar voru niður í Heiðmörkinni í fyrra drepist í svona þurrkum. Við gróðursettum um 115 þúsund plöntur á síðasta ári. Þær virðast sleppa enn sem komið er, en svona veðurfar þola þær ekki til lengdar."
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira