Innlent

Skattar lækka og skuldir greiddar

Frá Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn hyggst lækka skatta.
Frá Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn hyggst lækka skatta.

Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lagt til að skattar verði lækkaðir á næsta ári. Lagt er til að útsvar verði lækkað úr 12,46 prósentum í 12,35. Fasteignaskattur lækki úr 0,32 prósentum af fasteignamati í 0,3 prósent og að holræsagjald verði ekki innheimt.

Þetta er hluti af tillögu um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×