Innlent

Fékk tundurdufl í trollið

Hásetum á þýska togaranum Iris brá heldur í brún þegar tundurdufl kom úr trollinu þegar skipið var á Íslandsmiðum í fyrrinótt. Íris kom til hafnar á Eskifirði um hádegi í gær og var þá kallað eftir sprengjusérfræðingum frá Landhelgisgæslunni til að meðhöndla duflið. Þeir komu með flugvélinni Syn seinnipartinn í gær.

Að sögn lögreglunar á Eskifirði er orðið nokkuð algengt að togarar komi með tundurdufl að landi. Um þessar mundir landar togarinn á Eskifirði en aflinn er fluttur út í gámum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×