Innlent

Stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á grunnslóð á Vestfjörðum:

Rækjuvinnsla. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lámarki svo ekki er útlitið bjart fyrir rækjuverkendur.
Rækjuvinnsla. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lámarki svo ekki er útlitið bjart fyrir rækjuverkendur.

Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lágmarki og lítið var af rækju á hefðbundnum miðum. Þetta er niðurstaða Hafrannsóknastofnunarinnar eftir stofnmælingar rækju á grunnslóð á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands.

Einnig mældist þorskárgangurinn í ár sá minnsti á grunnslóð síðan 1991. Hins vegar mældist mikið af tveggja ára ýsu og var margfalt meiri ýsa á flestum slóðum en þorskur. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að rækjuveiðar verði ekki leyfðar í vetur í Arnarfirði enda mældist rækjustofninn þar í lágmarki.

"Ég er alls ekki bjartsýn á að ástandið batni mikið í Arnarfirði, miðað við þróunina annars staðar og persónulega tel ég hæpið að rækjuveiðar geti hafist þar næsta vetur," segir Unnur Skúladóttir, verkefnisstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þar er unnið að verkefni sem Hafrannsóknastofnun stendur fyrir með það að markmiði að vernda rækjustofninn. Björn Björnsson, verkefnisstjóri þess, segir að enn verði haldið áfram með verkefnið þrátt fyrir þessar niðurstöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×