Innlent

Trukknum ekið á 50 ekki 80

Af vettvangi alvarlegs umferðarslyss á mótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar 19. ágúst síðastliðinn.
Af vettvangi alvarlegs umferðarslyss á mótum Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar 19. ágúst síðastliðinn.

Rannsókn hefur leitt í ljós að vörubíllinn sem lenti í árekstri við strætisvagn í ágúst með þeim afleiðingum að vagnstjórinn missti fæturna var á rúmlega 50 kílómetra hraða, en ekki 80 líkt og haldið hefur verið fram. Í síðustu viku var þingfest mál á hendur Helga Pálma Aðalsteinssyni ökumanni vörubílsins fyrir að hafa meðal annars ekið gegn rauðu ljósi, en hann neitar sakargiftum.

Guðmundur Ágústsson, lög­mað­ur vöru­bíl­stjór­ans, segir lest­ur af skífu sem nemur hraða bíls­ins hafa leitt í ljós að hann fór mun hægar en að hefur verið látið liggja. Hann segist harma fljófærnislegan frétta­flutning af málinu og bætir við að í gögnum málsins sé ýmislegt sem renni stoðum undir frásögn umbjóðanda hans af atburðum.

"Svo kemur líka í ljós að strætisvagninn er hálfbremsulaus, að hann var aldrei alveg stopp á ljósunum og að hann keyrði inn í miðjan vörubílinn," segir hann bendir á að vörubílstjórinn sé ekki ákærður fyrir of hraðann akstur, heldur að hafa mögulega farið yfir á rauðu ljósi. "Þetta er ekki allt eins og fréttaflutningur til þessa hefur bent til."

Sjö voru fluttir á slysadeild eftir árekstur strætisvagnsins og vörubílsins, en vagnstjórinn var samt sá eini sem slasaðist alvarlega. Hann kastaðist út úr bílnum og dróst um 20 metra með vörubílnum. Hann missti báða fætur fyrir neðan hné. Aðalmeðferð verður í málinu 13. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×