Innlent

Ólöglegir starfsmenn og illur aðbúnaður

Frá Akranesi. Verkalýðsfélagið á Akranesi hefur staðið í stórræðum á þessu ári vegna málefna erlendra starfsmanna en þetta mál sem nú er upp komið á sér enga hliðstæðu segir formaðurinn.
Frá Akranesi. Verkalýðsfélagið á Akranesi hefur staðið í stórræðum á þessu ári vegna málefna erlendra starfsmanna en þetta mál sem nú er upp komið á sér enga hliðstæðu segir formaðurinn.

"Þetta mál hefur ekkert með starfsmannaleigur að gera og það gæti verið að rannsóknin leiddi í ljós alveg nýjar aðferðir vinnuveitanda til að fara á svig við kjarasamninga og borga erlendu vinnuafli mun minna en þeim ber," segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann óskaði eftir lögreglurannsók á verktakafyrirtæki á Akranesi en þar starfa allnokkrir Litháar.

Tveir verkamannanna sem yfirheyrðir hafa verið reyndust vera án tilskilinna leyfa og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa tíu aðrir verið yfirheyrðir. Að sögn Jóns Sigurðar Ólafssonar yfirlögregluþjóns er ekki enn vitað með vissu hversu margir starfsmenn gætu verið tengdir þessu máli.

"Við erum einfaldlega að fara yfir gögn núna meðal annars frá útlendingastofnun og vinnumálastofnun svo það er enn of snemmt að segja nokkuð," segir Jón Sigurður. Í fyrradag gerði svo Laufey Sigurðardóttir heilbrigðisfulltrúi bæjarnis úttekt á aðbúnaði mannanna og segir hún að í dag muni hún funda með vinnuveitanda um þær úrlausnir sem hann verður að gera á aðstöðu þeirra. Ekki vildi hún þó lýsa því nánar að hvaða leyti aðbúnaðurinn væri ófullnægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×