Innlent

Ólafur 19 - Davíð 17

Skothríð hélt áfram við Reykjavíkurhöfn í dag, þriðja daginn í röð. Skipverjar á rússneskan herskipinu Lesjenkó aðmíráli skutu nítján heiðursskotum í loftið, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til heiðurs en hann skoðaði skipið í dag. Forsetinn fékk tveimur heiðursskotum meira en Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem var á sömu slóðum í gær. Nokkuð fjölmenni var við skipshlið, enda skipið almenningi til sýnis í dag og á morgun. Meðal þeirra sem voru á bryggjunni voru herstöðvarandstæðingar sem mótmæltu því að stríðstól á við Lesjenkó aðmírál væru í Reykjavíkurhöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×