Sýnir málverk í Hljómskálagarðinum 12. júlí 2005 00:01 Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni. "Mig langar til þess að færa landsmönnum málverkið á nýjan leik og vil frekar mynda tengsl við almenning en listaelítuna," segir Einar. Einar segir sýninguna einnig haldna þar sem málverkum hans hafi ítrekað verið hafnað þegar hann hafi leitað eftir því að þau væru sýnd í listasölum borgarinnar. "Niðurstaðan varð því sú að ég fékk leyfi borgaryfirvalda til þess að setja upp þessa sýningu í tjöldum." Einar gagnrýnir stefnu forsvarsmanna Listasafns Reykjavíkur og segir þar ómaklega vegið að listmálurum. "Fjöldi þjóðkunnra listmálara hefur ekki fengið að sýna verk sín í sölum borgarinnar vegna þess að stjórnandi þeirra vill ekki sýna verkin," segir Einar. "Ég vil hins vegar meina að það sé röng stefna að hafna einni listgrein nær alfarið." Verkin á sýningunni málaði Einar flest í Prag og segir þau krufningu á þjóðfélaginu. "Ég er fyrst og fremst að bjóða fram mitt málverk og er harður á því að málverkið er fullfært um að endurmynda tengsl við almenning, sem mér finnst hafa rofnað," segir Einar. "Það er ekki stefna Listasafns Reykjavíkur að leigja út sali til sýninga heldur er forstöðumanni falið að móta listræna stefnu um hvers konar sýningar þar eru haldnar," segir Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. "Það er stefna langflestra listasafna sem halda úti menningarpólitík sem er samkvæm sjálfri sér og hana höfum við stutt." Ekki náðist í Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, í gær en hann var á fjöllum. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Einar Hákonarson listmálari ætlar að sýna hátt í níutíu málverk í tveimur stórum tjöldum í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í ágúst. Sýningin hefst kvöldið fyrir Menningarnótt, stendur yfir í um tíu daga og ber nafnið: Í grasrótinni. "Mig langar til þess að færa landsmönnum málverkið á nýjan leik og vil frekar mynda tengsl við almenning en listaelítuna," segir Einar. Einar segir sýninguna einnig haldna þar sem málverkum hans hafi ítrekað verið hafnað þegar hann hafi leitað eftir því að þau væru sýnd í listasölum borgarinnar. "Niðurstaðan varð því sú að ég fékk leyfi borgaryfirvalda til þess að setja upp þessa sýningu í tjöldum." Einar gagnrýnir stefnu forsvarsmanna Listasafns Reykjavíkur og segir þar ómaklega vegið að listmálurum. "Fjöldi þjóðkunnra listmálara hefur ekki fengið að sýna verk sín í sölum borgarinnar vegna þess að stjórnandi þeirra vill ekki sýna verkin," segir Einar. "Ég vil hins vegar meina að það sé röng stefna að hafna einni listgrein nær alfarið." Verkin á sýningunni málaði Einar flest í Prag og segir þau krufningu á þjóðfélaginu. "Ég er fyrst og fremst að bjóða fram mitt málverk og er harður á því að málverkið er fullfært um að endurmynda tengsl við almenning, sem mér finnst hafa rofnað," segir Einar. "Það er ekki stefna Listasafns Reykjavíkur að leigja út sali til sýninga heldur er forstöðumanni falið að móta listræna stefnu um hvers konar sýningar þar eru haldnar," segir Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. "Það er stefna langflestra listasafna sem halda úti menningarpólitík sem er samkvæm sjálfri sér og hana höfum við stutt." Ekki náðist í Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, í gær en hann var á fjöllum.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira