Innlent

Aldrei hærri rafleiðni í Múlakvísl

Hæsta rafleiðni sem nokkru sinni hefur sést í Múlakvísl mældist þar í síðustu viku en áin rennur undan Kötlu í Mýrdalsjökli. Leiðnin kom fram á síritum Orkustofnunar síðastliðinn miðvikudag en hækkandi leiðni er talin meðal fyrirboða umbrota í Kötlu. Þegar sérfræðingar komu á vettvang sáu þeir að hlaup var í Múlakvísl og þegar þeir mældu rennslið um hádegisbil á fimmtudag var það tvisvar til fimmfalt meira en venjulega. Talið er að rennslið hafi verið mun meira þegar hlaupið var í hámarki aðfararnótt fimmtudags. Hlaupið er talið koma úr kötlum undir Mýrdalsjökli og rakið til jarðhita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×