Innlent

Úthafskarfi minni en áður

Talið er að heildarmagn karfa í úthafinu á svæðinu frá lögsögu Kanada og að Íslandi, sé ríflega einn komma tvær milljónir tonna. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Íslendinga Rússa og Þjóðverja, sem er nýlokið. Eitt skip frá hverju landi tók þátt í leiðangrinum, sem stóð í einn mánuð. Í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun segir að það hafi verið áberandi að magn karfa sem er fjörutíu sentimetrar eða stærri, hefur farið minnkandi allt frá árinu 1999. Minnkunin er mest áberandi á svæðinu frá Íslandi og suður fyrir Hvarf, á Grænlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×