Innlent

Síminn gefur Fjarskiptasafnið

Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur á táknrænan hátt við Fjarskiptasafninu í Þjóðminjasafninu í dag en þá fær hún í hendur tvo muni úr safninu, eitt fyrsta borðsímtæki sem hingað kom og símtækið sem Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, kom með til landsins og tengt var beint við Hvíta húsið meðan á leiðtogafundinum í Höfða stóð árið 1986. Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði verður síðan afhent Fjarskiptasafnið til varðveislu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×