Innlent

Getur aftur sprangað um bryggjuna

Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar. Samkvæmt Shengen-samkomulaginu þurfti að reisa girðingar þar sem erlend skip leggjast að bryggju líkt og sjá má á hafnarbakkanum í Reykjavík. Síðan Eskifjarðarhöfn varð innflutningshöfn í skilningi Shengen-samkomulagsins hefur ekkert erlent skip komið þangað nema til loðnulöndunar og hefur nú verið ákveðið að höfnin sé ekki lengur innflutningshöfn. Þar með má rífa girðingarnar og sama á við um Njarðvíkurhöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×