Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægar 24. febrúar 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Kofi A. Annan Síðastliðið ár hef ég séð á prenti margar árásir á Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur runnið mér til rifja því ég hef starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar alla ævi. Ég hef hingað til lagt mig allan fram um að sníða af þeim agnúana, að bæta og styrkja samtökin. Ég trúi innilega á mikilvægi hlutverks Sameinuðu þjóðanna og tel að styrkur þeirra gagnist öllu mannkyninu. Þegar flóðaldan olli gereyðileggingu við Indlandshaf, 150 þúsund manns týndu lífi og milljónir manna misstu lífsviðurværi sitt, hafði Bush Bandaríkjaforseti frumkvæði að því að fylkja þjóðum sem höfðu herafla á þessum slóðum. Þetta var hárrétt ákvörðun. Það var mikilvægt að ýta hjálparstarfinu úr vör með skjótum hætti. Viku síðar komu hlutaðeigandi þjóðir saman til fundar í Djakarta til að skipuleggja og samhæfa hjálparstarf. Allir, þar á meðal Bandaríkjamenn, voru á einu máli um Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka forystuna í þessum efnum. Hvers vegna? Það voru tvær ástæður. Í fyrsta lagi búa Sameinuðu þjóðirnar yfir nauðsynlegri hæfni. Samhæfingarskrifstofu hjálparstarfs var komið á fót að mínu frumkvæði skömmu eftir að ég tók við embætti árið 1997. Hún er einmitt stofnuð í þessum tilgangi. Í öðru lagi – og það er kannski enn mikilvægara – voru allir tilbúnir að starfa með Sameinuðu þjóðunum: jafnt ríkisstjórnir og þjóðir sem áttu um sárt að binda sem veitendur aðstoðar og hjálparsamtök. Allir viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar séu kjörnar til að gegna forystuhluverki því þær lúta ekki stjórn neinna. Þær eru eign alls heimsins. Annað dæmi um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna er erfiðara mál vegna þess hve umdeilt það er pólitískt. Hér á ég við Írak. Það er engum blöðum um það að fletta að margir í báðum fylkingum misstu trú á Sameinuðu þjóðirnar vegna stríðsins í Írak fyrir tveimur árum. Þeir sem studdu hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hússein voru vonsviknir yfir því að Öryggisráðið skyldi ekki – að þeirra mati – hafa hugrekki til þess að framfylgja sínum eigin ályktunum. Andstæðingar stríðsins voru gramir yfir því að Sameinuðu þjóðunum tækist ekki að koma í veg fyrir stríð sem þeir töldu óþarft eða ótímabært. Á síðasta ári, þegar bandalag hinna vígfúsu þjóða vildi afhenda bráðabirgðastjórn völdin í Írak var enn á ný leitað til Sameinuðu þjóðanna, í þeirri vissu að ný ríkisstjórn myndi einungis öðlast viðurkenningu sem lögmæt og fullvalda stjórn ef Sameinuðu þjóðirnar ættu hlut að máli. Bæð Írakar og Bandaríkjamenn leituðu á náðir Sameinuðu þjóðanna við skipulagningu kosninganna í Írak í síðasta mánuði og nú stendur fyrir dyrum að semja nýja stjórnarskrá. Hér geta Sameinuðu þjóðirnar orðið að liði og það munu þær gera. Sameinuðu þjóðirnar njóta þess nú að hafa ekki staðið að baki fyrri aðgerðum í Írak og njóta trausts margra Íraka sem verður að virkja í nýrri pólitískri þróun ef friðvænlegt á að vera í landinu. Sameinuðu þjóðirnar geta einungis komið að gagni ef þær eru sjálfstæðar. Þær eru einskis virði ef þær eru framlenging af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vissulega eru Sameinuðu þjóðirnar ekki fullkomnar jafnvel þótt ýmsar ásakanir á hendur þeim hafi verið verulega ýktar. Bráðabirgðaskýrsla Paul Volcker hefur varpað ljósi á "olíu fyrir mat"-áætlunina. Ég er staðráðinn í því að beita mér fyrir þeim stjórnunarumbótum sem skýrsla herra Volcker kallar á, í samvinnu við aðildarríkin. Kynferðisafbrot og misnotkun ungmenna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna gerðust sekir um í Lýðveldinu Kongó og fleiri Afríkuríkjum eru enn verra reiðarslag. Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkin hafa áttað sig of seint á því hve mikið vandamál var á ferðinni og bregðast við því og refsa hinum seku. Við höfum hafist handa og ég er ákveðinn í að ljúka því verki. Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki um allan heim finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft. Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereyðingarvopna og glæpi. Áríðandi er að Öryggisráðið taki ákvarðanir um að binda enda á viðbjóðslega glæpi sem framdir eru í Darfur og að láta hina seku svara til saka á alþjóðavettvangi. Í septembermánuði gefst okkur tækifæri á að gera Sameinuðu þjóðirnar gagnlegri fyrir öll aðildarríkin. Þjóðarleiðtogar koma þá saman til fundar í New York. Þar mun ég leggja fram djarfar en framkvæmanlegar tillögur til að bæta starfsemi Sameinuðu þjóðanna og gera heiminn réttlátari og öruggari. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Kofi A. Annan Síðastliðið ár hef ég séð á prenti margar árásir á Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur runnið mér til rifja því ég hef starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar alla ævi. Ég hef hingað til lagt mig allan fram um að sníða af þeim agnúana, að bæta og styrkja samtökin. Ég trúi innilega á mikilvægi hlutverks Sameinuðu þjóðanna og tel að styrkur þeirra gagnist öllu mannkyninu. Þegar flóðaldan olli gereyðileggingu við Indlandshaf, 150 þúsund manns týndu lífi og milljónir manna misstu lífsviðurværi sitt, hafði Bush Bandaríkjaforseti frumkvæði að því að fylkja þjóðum sem höfðu herafla á þessum slóðum. Þetta var hárrétt ákvörðun. Það var mikilvægt að ýta hjálparstarfinu úr vör með skjótum hætti. Viku síðar komu hlutaðeigandi þjóðir saman til fundar í Djakarta til að skipuleggja og samhæfa hjálparstarf. Allir, þar á meðal Bandaríkjamenn, voru á einu máli um Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka forystuna í þessum efnum. Hvers vegna? Það voru tvær ástæður. Í fyrsta lagi búa Sameinuðu þjóðirnar yfir nauðsynlegri hæfni. Samhæfingarskrifstofu hjálparstarfs var komið á fót að mínu frumkvæði skömmu eftir að ég tók við embætti árið 1997. Hún er einmitt stofnuð í þessum tilgangi. Í öðru lagi – og það er kannski enn mikilvægara – voru allir tilbúnir að starfa með Sameinuðu þjóðunum: jafnt ríkisstjórnir og þjóðir sem áttu um sárt að binda sem veitendur aðstoðar og hjálparsamtök. Allir viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar séu kjörnar til að gegna forystuhluverki því þær lúta ekki stjórn neinna. Þær eru eign alls heimsins. Annað dæmi um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna er erfiðara mál vegna þess hve umdeilt það er pólitískt. Hér á ég við Írak. Það er engum blöðum um það að fletta að margir í báðum fylkingum misstu trú á Sameinuðu þjóðirnar vegna stríðsins í Írak fyrir tveimur árum. Þeir sem studdu hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hússein voru vonsviknir yfir því að Öryggisráðið skyldi ekki – að þeirra mati – hafa hugrekki til þess að framfylgja sínum eigin ályktunum. Andstæðingar stríðsins voru gramir yfir því að Sameinuðu þjóðunum tækist ekki að koma í veg fyrir stríð sem þeir töldu óþarft eða ótímabært. Á síðasta ári, þegar bandalag hinna vígfúsu þjóða vildi afhenda bráðabirgðastjórn völdin í Írak var enn á ný leitað til Sameinuðu þjóðanna, í þeirri vissu að ný ríkisstjórn myndi einungis öðlast viðurkenningu sem lögmæt og fullvalda stjórn ef Sameinuðu þjóðirnar ættu hlut að máli. Bæð Írakar og Bandaríkjamenn leituðu á náðir Sameinuðu þjóðanna við skipulagningu kosninganna í Írak í síðasta mánuði og nú stendur fyrir dyrum að semja nýja stjórnarskrá. Hér geta Sameinuðu þjóðirnar orðið að liði og það munu þær gera. Sameinuðu þjóðirnar njóta þess nú að hafa ekki staðið að baki fyrri aðgerðum í Írak og njóta trausts margra Íraka sem verður að virkja í nýrri pólitískri þróun ef friðvænlegt á að vera í landinu. Sameinuðu þjóðirnar geta einungis komið að gagni ef þær eru sjálfstæðar. Þær eru einskis virði ef þær eru framlenging af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vissulega eru Sameinuðu þjóðirnar ekki fullkomnar jafnvel þótt ýmsar ásakanir á hendur þeim hafi verið verulega ýktar. Bráðabirgðaskýrsla Paul Volcker hefur varpað ljósi á "olíu fyrir mat"-áætlunina. Ég er staðráðinn í því að beita mér fyrir þeim stjórnunarumbótum sem skýrsla herra Volcker kallar á, í samvinnu við aðildarríkin. Kynferðisafbrot og misnotkun ungmenna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna gerðust sekir um í Lýðveldinu Kongó og fleiri Afríkuríkjum eru enn verra reiðarslag. Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkin hafa áttað sig of seint á því hve mikið vandamál var á ferðinni og bregðast við því og refsa hinum seku. Við höfum hafist handa og ég er ákveðinn í að ljúka því verki. Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki um allan heim finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft. Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereyðingarvopna og glæpi. Áríðandi er að Öryggisráðið taki ákvarðanir um að binda enda á viðbjóðslega glæpi sem framdir eru í Darfur og að láta hina seku svara til saka á alþjóðavettvangi. Í septembermánuði gefst okkur tækifæri á að gera Sameinuðu þjóðirnar gagnlegri fyrir öll aðildarríkin. Þjóðarleiðtogar koma þá saman til fundar í New York. Þar mun ég leggja fram djarfar en framkvæmanlegar tillögur til að bæta starfsemi Sameinuðu þjóðanna og gera heiminn réttlátari og öruggari. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun