Stefnir í skattastríð í Danmörku 19. febrúar 2005 00:01 Skattastríð er í uppsiglingu innan nýju dönsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær. Stuðningsflokkur stjórnarflokkanna tveggja ætlar ekki að styðja þá í að hrinda í framkvæmd einu af fyrstu kosningaloforðunum. Formlegt nafn nýju stjórnarinnar er ríkisstjórn Anders Foghs Rasmussens 2. Stjórn Venstre, flokks Rasmussens, og Íhaldsflokksins hélt velli í þingkosningum á dögunum. Það gerði hún þrátt fyrir að Venstre missti fjögur þingsæti því Íhaldsflokkurinn bætti við sig þremur og stuðningsflokkur minnihlutastjórnarninar, Danski þjóðarflokkurinn, bætti við sig tveimur þingsætum. Danski þjóðarflokkurinn er ósáttur við að hafa ekki komið neinu inn í stjórnarsáttmálann. Það kristallast nú í einu af fyrstu deilumálunum eftir kosningar sem er nýtilkomið greiðslugjald í verslunum ef borgað er með danska debetkortinu Dankort. Stjórnarsáttmálin inniheldur loforð fjármálaráðherrans frá síðustu dögum kosningabaráttunnar um að verslunum verði bannað að leggja sem nemur íslenkum fimmkalli á hverja kortafærslu. Verslanir og bankar eru ósatt og Danski þjóðarflokkurinn segir þetta ekki neina lausn þar sem verslanir muni líklega velta fimmkallinum út í vöruverð. Innan stjórnarinnar sjálfrar stefnir svo í skattastríð eins og danskir fjölmiðlar orða það. Í stjórnarsáttmálanum segir að skattar hækki ekki, svokallað skattastopp, og að skattalækkanir verðir skoðaðar þegar „fjármálalegt svigrúm“ leyfi. Skattaráðherrann úr röðum Venstre skýrir þetta betur í viðtali við Jótlandspóstinn í morgun þar sem hann segir að endurskipulagning ríkiskassans komi fyrst og talar um fyrirliggjandi sameiningu sveitarfélaga sem verður stóra málið í sveitarstjórnarkosningum í haust. Tíminn er afstæður í pólitík og skattastríðið er skýrt þannig að Íhaldsflokkurinn vilji skattalækkanir fyrir næstu kosningar en orðalag stjórnarsáttmálans býður upp á að það geti dregist. Nokkrar manna- og skipulagsbreytingar urðu á ráðuneytum sem eru nú 19. Venstre er með tólf og Íhaldið sjö. Mesta athygli vekur sú breyting að Bertel Haarder, sem hefur staðið í ströngu í ráðuneyti innflytjendamála, flyst yfir í menntamálaráðuneytið þar sem hann sat í ráðherrastóli í stjórn Pouls Schlüters frá 1982 til 1993. Hann þykir fastur fyrir og segir stjórnarandstaðan að skrítið sé að maðurinn sem beri ábyrgð á mörgu sem farið hafi forgörðum í dönsku menntakerfi eigi nú að laga það. Meðal þess sem danska stjórnin ætlar sér er einmitt að bæta stöðu grunnskóla með því að fjölga tímum í dönsku og setja á skyldupróf í lestri, stærðfærði, náttúrufræði og ensku. Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Skattastríð er í uppsiglingu innan nýju dönsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær. Stuðningsflokkur stjórnarflokkanna tveggja ætlar ekki að styðja þá í að hrinda í framkvæmd einu af fyrstu kosningaloforðunum. Formlegt nafn nýju stjórnarinnar er ríkisstjórn Anders Foghs Rasmussens 2. Stjórn Venstre, flokks Rasmussens, og Íhaldsflokksins hélt velli í þingkosningum á dögunum. Það gerði hún þrátt fyrir að Venstre missti fjögur þingsæti því Íhaldsflokkurinn bætti við sig þremur og stuðningsflokkur minnihlutastjórnarninar, Danski þjóðarflokkurinn, bætti við sig tveimur þingsætum. Danski þjóðarflokkurinn er ósáttur við að hafa ekki komið neinu inn í stjórnarsáttmálann. Það kristallast nú í einu af fyrstu deilumálunum eftir kosningar sem er nýtilkomið greiðslugjald í verslunum ef borgað er með danska debetkortinu Dankort. Stjórnarsáttmálin inniheldur loforð fjármálaráðherrans frá síðustu dögum kosningabaráttunnar um að verslunum verði bannað að leggja sem nemur íslenkum fimmkalli á hverja kortafærslu. Verslanir og bankar eru ósatt og Danski þjóðarflokkurinn segir þetta ekki neina lausn þar sem verslanir muni líklega velta fimmkallinum út í vöruverð. Innan stjórnarinnar sjálfrar stefnir svo í skattastríð eins og danskir fjölmiðlar orða það. Í stjórnarsáttmálanum segir að skattar hækki ekki, svokallað skattastopp, og að skattalækkanir verðir skoðaðar þegar „fjármálalegt svigrúm“ leyfi. Skattaráðherrann úr röðum Venstre skýrir þetta betur í viðtali við Jótlandspóstinn í morgun þar sem hann segir að endurskipulagning ríkiskassans komi fyrst og talar um fyrirliggjandi sameiningu sveitarfélaga sem verður stóra málið í sveitarstjórnarkosningum í haust. Tíminn er afstæður í pólitík og skattastríðið er skýrt þannig að Íhaldsflokkurinn vilji skattalækkanir fyrir næstu kosningar en orðalag stjórnarsáttmálans býður upp á að það geti dregist. Nokkrar manna- og skipulagsbreytingar urðu á ráðuneytum sem eru nú 19. Venstre er með tólf og Íhaldið sjö. Mesta athygli vekur sú breyting að Bertel Haarder, sem hefur staðið í ströngu í ráðuneyti innflytjendamála, flyst yfir í menntamálaráðuneytið þar sem hann sat í ráðherrastóli í stjórn Pouls Schlüters frá 1982 til 1993. Hann þykir fastur fyrir og segir stjórnarandstaðan að skrítið sé að maðurinn sem beri ábyrgð á mörgu sem farið hafi forgörðum í dönsku menntakerfi eigi nú að laga það. Meðal þess sem danska stjórnin ætlar sér er einmitt að bæta stöðu grunnskóla með því að fjölga tímum í dönsku og setja á skyldupróf í lestri, stærðfærði, náttúrufræði og ensku.
Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira