Algert stjórnleysi í New Orleans 2. september 2005 00:01 Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans um hálftíuleytið í morgun. Ekki er enn vitað um skemmdir eða manntjón. Algert stjórnleysi ríkir nú í borginni, þar sem vopnuð glæpagengi fara um og myrða, nauðga og stela. Von er á Bush Bandaríkjaforseta í heimsókn til borgarinnar í dag. Nú eru fimm dagar liðnir síðan fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna og rústaði öllu sem fyrir varð með gríðarlegum eyðileggingarmætti. Enn bíða þúsundir eftir að komast á brott af hamfarasvæðunum, flestir án vatns, matar, rafmagns eða nokkurra nauðþurfta. Ástandið í New Orleans er hrikalegt þar sem glæpamenn hafa nýtt sér ástandið og rænt og ruplað og ekki hikað við að myrða þá sem reyna að stöðva þá. Lögreglumenn hafa borið að meira að segja inni í Superdome-höllinni, þar sem tugþúsundir leituðu skjóls, hafi fólk verið myrt og konum nauðgað. Þjóðvarðliðar streyma á svæðið í þúsundatali, en það gerir starfið ekki auðveldara að fjölmargir lögreglumenn hafa lagt niður störf. Flestir voru þeir búsettir í borginni og eru þegar búnir að missa allt sitt og vilja ekki hætta lífinu líka. Sjúkrahúsin eru rafmagns- og lyfjalaus og segir starfsfólkið að þeir veikustu séu látnir deyja drottni sínum. Starfsfólkið sem er til staðar hefur grátbeðið um að sjúklingarnir verði fluttir en ekkert hefur gerst enn. Hefur yfirlæknir opinbera Charity-sjúkrahússins gagnrýnt að flestir sjúklingar einkaspítalans í nágrenninu séu þegar komnir í öruggt skjól á meðan hann þurfi að horfa upp á fólk deyja úr ofþornun, hungri og vosbúð. Fjölmargir íbúar híma enn á húsþökum, aðframkomnir af hungri og þorsta og vonast eftir björgunarþyrlu. Sumir hafa fetað í fótspor ræningjanna og reynt að ná sér í mat í þeim búðum þar sem eitthvað er eftir. Birgðir eru á þrotum í björgunarmiðstöðvunum og lík liggja eins og hráviði um alla borg. George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að heimsækja hamfarasvæðin í dag og sjá afleiðingar fellibylsins með eigin augum. Þingið hefur samþykkt að leggja fram tæpa 700 milljarða króna í björgunar- og uppbyggingarstarf og lögð er áhersla á að koma sem flestum laganna vörðum á stðainn til að ná tökum á ástandinu. Glæpamenn hindra björgunarstörf og er jafnvel talið að þeir hafi reynt að skjóta niður björgunarþyrlu. Ríkisstjórinn Katherine Blanco hefur sagt að þjóðvarðliðarnir hafi leyfi til að drepa og glæpamönnum verði engin miskunn sýnd. Reiði ríkir í garð stjórnvalda yfir því hversu hæg viðbrögðin hafa verið og segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mörg dauðsföll og gripdeildirnar ef þau hefðu verið skjótari. Í borgunum Biloxa og Gulfport í Mississippi ríkir útgöngubann til að reyna að koma í veg fyrir að ástandið verði eins og í New Orleans. Hamfarasvæðin ná samtals yfir um 230.000 ferkílómetra. Það er meira en tvöfalt flatarmál Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans um hálftíuleytið í morgun. Ekki er enn vitað um skemmdir eða manntjón. Algert stjórnleysi ríkir nú í borginni, þar sem vopnuð glæpagengi fara um og myrða, nauðga og stela. Von er á Bush Bandaríkjaforseta í heimsókn til borgarinnar í dag. Nú eru fimm dagar liðnir síðan fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna og rústaði öllu sem fyrir varð með gríðarlegum eyðileggingarmætti. Enn bíða þúsundir eftir að komast á brott af hamfarasvæðunum, flestir án vatns, matar, rafmagns eða nokkurra nauðþurfta. Ástandið í New Orleans er hrikalegt þar sem glæpamenn hafa nýtt sér ástandið og rænt og ruplað og ekki hikað við að myrða þá sem reyna að stöðva þá. Lögreglumenn hafa borið að meira að segja inni í Superdome-höllinni, þar sem tugþúsundir leituðu skjóls, hafi fólk verið myrt og konum nauðgað. Þjóðvarðliðar streyma á svæðið í þúsundatali, en það gerir starfið ekki auðveldara að fjölmargir lögreglumenn hafa lagt niður störf. Flestir voru þeir búsettir í borginni og eru þegar búnir að missa allt sitt og vilja ekki hætta lífinu líka. Sjúkrahúsin eru rafmagns- og lyfjalaus og segir starfsfólkið að þeir veikustu séu látnir deyja drottni sínum. Starfsfólkið sem er til staðar hefur grátbeðið um að sjúklingarnir verði fluttir en ekkert hefur gerst enn. Hefur yfirlæknir opinbera Charity-sjúkrahússins gagnrýnt að flestir sjúklingar einkaspítalans í nágrenninu séu þegar komnir í öruggt skjól á meðan hann þurfi að horfa upp á fólk deyja úr ofþornun, hungri og vosbúð. Fjölmargir íbúar híma enn á húsþökum, aðframkomnir af hungri og þorsta og vonast eftir björgunarþyrlu. Sumir hafa fetað í fótspor ræningjanna og reynt að ná sér í mat í þeim búðum þar sem eitthvað er eftir. Birgðir eru á þrotum í björgunarmiðstöðvunum og lík liggja eins og hráviði um alla borg. George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að heimsækja hamfarasvæðin í dag og sjá afleiðingar fellibylsins með eigin augum. Þingið hefur samþykkt að leggja fram tæpa 700 milljarða króna í björgunar- og uppbyggingarstarf og lögð er áhersla á að koma sem flestum laganna vörðum á stðainn til að ná tökum á ástandinu. Glæpamenn hindra björgunarstörf og er jafnvel talið að þeir hafi reynt að skjóta niður björgunarþyrlu. Ríkisstjórinn Katherine Blanco hefur sagt að þjóðvarðliðarnir hafi leyfi til að drepa og glæpamönnum verði engin miskunn sýnd. Reiði ríkir í garð stjórnvalda yfir því hversu hæg viðbrögðin hafa verið og segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mörg dauðsföll og gripdeildirnar ef þau hefðu verið skjótari. Í borgunum Biloxa og Gulfport í Mississippi ríkir útgöngubann til að reyna að koma í veg fyrir að ástandið verði eins og í New Orleans. Hamfarasvæðin ná samtals yfir um 230.000 ferkílómetra. Það er meira en tvöfalt flatarmál Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira