Erlent

60 ár liðin frá frelsun

Hundruð manna sem komust lífs af úr "vinnubúðum" nasista í Ravensbrück, Bergen-Belsen, og Sachsenhausen í Þýskalandi, tóku þátt í minningarathöfn í gær í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að búðirnar voru leystar upp. Þrátt fyrir að allar útrýmingabúðir nasista, þar á meðal í Auschwitz, hafi verið staðsettar í Póllandi dóu tugir þúsunda gyðinga í svokölluðum "vinnubúðum" í Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×