Erlent

Minnast 25 ára sjálfstæðisafmælis

Stjórnvöld í Zimbabwe minnast þess í dag að 25 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Mikil athöfn verður haldin á Rufaro-fótboltaleikvanginum þar sem lýst var yfir sjálfstæði þjóðarinnar árið 1980. Stjórnarandstaðan í Zimbabwe segir að engar framfarir hafi orðið í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði og það sé í raun verr statt núna. Hvatti hún hinar 15 milljónir íbúa landsins til að rísa upp gegn forsetanum Robert Mugabe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×