Erlent

Rúta ofan í gljúfur í Sviss

Tólf manns fórust og fimmtán slösuðust þegar rúta með 27 ferðamenn innanborðs rann 250 metra niður í gljúfur á svissneskum fjallavegi í gær. Um eitt hundrað hjálparsveitarmenn létu sig síga niður í gljúfrið til að bjarga ferðamönnunum en einhverjir þeirra höfðu kastast úr rútunni á leiðinni niður. Talið er að hálka hafi valdið því að ökumaðurinn missti stjórn á rútinni með þessum hörmulegu afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×