Erlent

Hálfbróðir Saddams handtekinn

Hálfbróðir Saddams Husseins, Sabawi Ibrahim Hasan, hefur verið handtekinn að sögn írakska forsætisráðuneytisins. Hasan er sagður hafa verið náinn ráðgjafi bróður síns í stjórnartíð hans í Írak. Hasan var númer 36 á lista Bandaríkjamanna yfir 55 helstu samverkamenn Saddams og prýddi mynd af honum því eitt spilanna sem bandaríkjaher gaf út í upphafi innrásarinnar í Írak sem gáfu til kynna hverjir það væru úr harðstjórninni sem mikilvægast væri að ná í skottið á.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×