Lífið

Hætt komin vegna sýkingar

Leikkonan Hilary Swank var hætt komin eftir að hún fékk slæma sýkingu í fótinn við tökur á nýjustu mynd sinni, Million Dollar Baby. Hefði hún farið nokkrum klukkutímum síðar til læknis til að láta kanna málið hefði hún dáið. Swank, sem segist ekki hafa haft hugmynd um hversu sýkingin var alvarleg, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Million Dollar Baby. Leikstjóri myndarinnar er gamli jaxlinn Clint Eastwood.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.