Sport

Roman býður sig fram til forseta

Rússneski ofurviðskiptajöfurinn og eigandi enska knattspyrnustórveldisins Chelsea, Roman Abramovich, hyggst bjóða sig fram til forseta rússneska knattspyrnusambandsins að því er vefur BBC greindi frá síðdegis. Deildasamtök áhugamannadeildanna í Rússlandi eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við framboð Abramovich og telja stuðningsmenn að auðjöfurinn góðlátlegi og frægi geti aukið veg og virðingu rússneskrar knattspyrnu á alþjóðlegum vetvangi. Þó vilja andstæðingar Abramovich meina að hann hafi ekki tíma í að sinna þessu starfi og benda á fjölmargar skyldur hans nú til dags en fyrir utan það að eiga og stjórna Chelsea er hann fylkisstjóri í Chukotka í Rússlandi. Staða forseta rússneska knattspyrnusambandsins losnaði nýlega þegar Vyacheslav Koloskov var rekinn eftir 25 ár í starfinu. Hann var látinn taka pokann sinn vegna óánægju nokkurra þingmanna með rekstur sambandsins. Abramovich þarf þó að kljást við einn keppinaut til starfsins sem kosið verður um 2. apríl n.k. Sá er pólitíkusinn Vitaly Mutko sem er náinn vinur forsetans Vladimir Putin, og fyrrverandi landsliðsmarkvarðarins, Anzor Kavazashvili og er ljóst að um hörkukosningaslag er að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×