Sport

Tekur Mourinho til fyrirmyndar

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, sagði eftir sigur liðs síns á Crystal Palace um helgina að hann væri farinn að taka sér Jose Mourinho og Chelsea til fyrirmyndar þegar kæmi að varnarleiknum. Allardyce sagði að Chelsea hefði sýnt fram á það að varnarleikur væri það sem skilaði árangri og því hefði hann ákveðið að láta af þeim stífa sóknarleik sem liðið hefur leikið fram að þessu og látið lið sitt leika aftar á vellinum. Það hefur skilað sér vel með fimm sigurleikjum í röð hjá liði hans í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×