Sport

Mourinho var sáttur við jafnteflið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að úrslitin í leik sinna manna við Manchester City hefðu verið sanngjörn. "Við náðum einfaldlega ekki að skora þannig að það er ekkert sem ég get fett fingur út í," sagði Mourinho. "Við reyndum hvað við gátum en City varðist vel og að auki átti David James nokkrar frábærar markvörslur. Við erum ennþá með 9 stiga forystu í deildinni sem er gott. Ég veit ekki um neitt annað land þar sem lið er með svo gott forskot."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×