Innlent

Átján þúsund konur tóku þátt

Kvennahlaupið var haldið hátíðlegt í gær með skokki um allt land. Að sögn Ellerts B. Schram, forstjóra ÍSÍ, fór allt vel fram í Garðabæ og konur á öllum aldri hlupu sér til ánægju í sól og blíðu. "Það var ljómandi gott veður og vel á átján þúsund kvenna tóku þátt, sem er mjög gott. Þessi viðburður er greinilega búinn að festa sig í sessi og er ekki bara viðburður til hreyfingar og útivistar heldur fyrir konur að sýna samstöðu. Það var frábær stemning og almenn ánægja með daginn," segir Ellert en Kvennahlaupið fer fram á 90 stöðum á landinu. "Það er alltaf að bætast við nýr og nýr bær sem vill taka þátt, sem er alveg stórkostlegt." Ekið var á níu ára stúlku, sem tók þátt í Kvennahlaupinu, á gatnamótum Vífilsstaðavegs og Elliðavatnsvegs. Hafði stúlkan hlaupið í veg fyrir bílinn. Að sögn lögreglunnar í Garðabæ var stúlkan flutt á slysadeild og er hún ekki mikið slösuð en hugsanlega fótbrotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×