Innlent

Loka Kópavogshöfn

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir skipulagstillögur R-listans í Reykjavík gera ráð fyrir því að loka innsiglingunni í Kópavogshöfn. "Menn geta alltaf þvælt eitthvað fram og til baka. Með skipulagshugmyndum R-listans um tengingu yfir á Álftanes verður lokað fyrir allar siglingar inn í Kópavogshöfn," segir Gunnar, sem gefur lítið fyrir nýjustu tillögur R-listans í skipulagsmálum. Stefán Jón Hafstein segir tengingu yfir á Álftanes ekki endilega loka fyrir siglingar inn í Kópavogshöfn. "Það skiptir ekki máli hvort tengt sé með göngum eða brú. Brýr eru þannig gerðar að það er hægt að hleypa skipaumferð í gegn. Það sem aðallega skiptir máli er að ná hringtengingu." Sjá viðtal við Gunnar I. Birgisson í Fréttablaðinu í dag, sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×