Erlent

Mussolini ekki í framboði

Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði. Flokknum er gefið að sök að hafa falsað undirskriftir á meðmælendalistum sem skila verður með framboðinu. Mussolini hafði mótmælt fyrri úrskurði, sem var á sömu leið, með því að fara í hungurverkfall. Drakk hún einungis þrjá bolla af cappuccino-kaffi á meðan á því stóð. Þegar henni voru tilkynnt tíðindin brást hún reið við og fleygði farsíma sínum í húsbíl sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×