Erlent

Wolfowitz býður fram sáttahönd

Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta. Wolfowitz virðist allur af vilja gerður til þess að koma til móts við gagnrýnisraddir og segist hlakka til að vinna með Evrópubúum innan bankans og segist sannarlega ætla að hlusta á skoðanir þeirra enda þurfi hann á því að halda. Aðstoðarmaður Wolfowitz segir að hann hafi nú þegar meðal annars rætt við rokkstjörnuna Bono sem lætur sig mál þriðja heimsins miklu skipta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×