Ræðir mannréttindi við Kínverja 16. maí 2005 00:01 Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira