Innlent

Vélsleðamaðurinn með opið fótbrot

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann inn á Rangárvallaafrétt, á móts við Hrauntinda, á fjórða tímanum í dag. Hjálparbeiðni vegna slyssins barst um eittleytið en þyrlan var komin á staðinn um hálf fjögur. Maðurinn reyndist vera með opið fótbrot eftir að hafa ekið fram af snjóhengju. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru einnig kallaðar út en síðar snúið við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×