Fyrirtækinu stolið á mínútu 9. febrúar 2005 00:01 Ljósmyndari við Laugaveginn brá sér á salernið á föstudag illu heilli. Þegar hann sneri aftur innan við mínútu síðar var fyrirtækið horfið. Erling Ó. Aðalsteinsson ljósmyndari segir að hann hafi nýlokið við að taka mynd af fjölskyldu sem hafi verið farin út. Hann hafi sest við tölvuna í kjölfarið til að vinna myndir og prenta út skjal. Svo hafi hann skroppið fram á salerni og verið þar hálfa til eina mínútu en þegar hann hafi komið til baka hafi tölvan verið horfin. Meðan Erling dvaldist á salerninu hafði óboðinn gestur laumað sér upp stigann og inn á ljósmyndastofuna. Erling segir að þjófurinn eða þjófarnir hafi haft fyrir því að aftengja tölvuna og taka prentarann og myndavélina og straumbreytinn en þeir hafi skilið eftir starfræna myndavél sem sé reyndar dýrari en tölvan. Í tölvunni var fjöldi ljósmynda frá síðustu mánuðum en afrit var til af hluta safnsins. Erling segir að segja megi að fyrirtækið hafi verið í tölvunni, hann hafi myndað á filmur en sé að skipta yfir í stafræna tækni og hafi verið með hana í talsverðan tíma. Erling er gamall langhlaupari og reyndi að hlaupa út á götu og elta uppi þjófinn en án árangurs. Þegar ljósmyndastofan hóf starfsemi sína fyrir fimm árum braust þjófur inn í íbúðina beint á móti og mætti Erling á útleið með fangið fullt af skartgripum. Erling náði að hlaupa þjófinn uppi og yfirbuga hann við danska sendiráðið. En þessi saga endar ekki jafn vel. Erling segir að fyrstu viðbrögð sín við stuldinum á ljósmyndastofunni hafi verið að stökkva út og hlaupa upp Klapparstíginn. Honum hafi ekki dottið í hug að einhver með tölvu myndi labba upp eða niður Laugaveginn og því hafi hann kíkt í nokkur húsasund og á nokkra vafasama bari en ekkert hafi verið að finna þar. Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ljósmyndari við Laugaveginn brá sér á salernið á föstudag illu heilli. Þegar hann sneri aftur innan við mínútu síðar var fyrirtækið horfið. Erling Ó. Aðalsteinsson ljósmyndari segir að hann hafi nýlokið við að taka mynd af fjölskyldu sem hafi verið farin út. Hann hafi sest við tölvuna í kjölfarið til að vinna myndir og prenta út skjal. Svo hafi hann skroppið fram á salerni og verið þar hálfa til eina mínútu en þegar hann hafi komið til baka hafi tölvan verið horfin. Meðan Erling dvaldist á salerninu hafði óboðinn gestur laumað sér upp stigann og inn á ljósmyndastofuna. Erling segir að þjófurinn eða þjófarnir hafi haft fyrir því að aftengja tölvuna og taka prentarann og myndavélina og straumbreytinn en þeir hafi skilið eftir starfræna myndavél sem sé reyndar dýrari en tölvan. Í tölvunni var fjöldi ljósmynda frá síðustu mánuðum en afrit var til af hluta safnsins. Erling segir að segja megi að fyrirtækið hafi verið í tölvunni, hann hafi myndað á filmur en sé að skipta yfir í stafræna tækni og hafi verið með hana í talsverðan tíma. Erling er gamall langhlaupari og reyndi að hlaupa út á götu og elta uppi þjófinn en án árangurs. Þegar ljósmyndastofan hóf starfsemi sína fyrir fimm árum braust þjófur inn í íbúðina beint á móti og mætti Erling á útleið með fangið fullt af skartgripum. Erling náði að hlaupa þjófinn uppi og yfirbuga hann við danska sendiráðið. En þessi saga endar ekki jafn vel. Erling segir að fyrstu viðbrögð sín við stuldinum á ljósmyndastofunni hafi verið að stökkva út og hlaupa upp Klapparstíginn. Honum hafi ekki dottið í hug að einhver með tölvu myndi labba upp eða niður Laugaveginn og því hafi hann kíkt í nokkur húsasund og á nokkra vafasama bari en ekkert hafi verið að finna þar.
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira