Nýir tímar hjá Háskólasjóði 9. febrúar 2005 00:01 Nýir menn, breyttir tímar, segir Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hér eftir muni sjóðurinn þjóna hagsmunum háskólans og styðja hann með veglegum fjárframlögum eins og Vestur-Íslendingarnir sem stofnuðu sjóðinn ætluðust til. Háskólasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut að stofnun Óskabarns þjóðarinnar á sínum tíma, Eimskipafélags Íslands. Frá upphafi hefur tilgangurinn verið að stuðla að velgengni Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms. Segja má að sjóðurinn hafa haft ákveðinn fælingarmátt því að þeir sem fara með stjórn Eimskips á hverjum tíma stjórna honum. Helmingur arðsins hefur í gegnum tíðina verið notaður í styrki til HÍ en hinn hlutinn til að kaupa bréf í Eimskipi. Deilt hefur verið um ágæti þessarar ráðstöfunar af og til og talað um að sjóðurinn hafi verið notaður til að tryggja ákveðnum hópi völd í Eimskip. Í dag er engin þörf á slíku og sjóðurinn hefur ávaxtast vel, er nú rúmlega tveggja milljarða króna virði og þriggja prósenta eigandi í Burðarási. Ný stjórn ætlar að breyta samsetningu eignarhlutans þannig að ekki verið lengur bara fjárfest í einu félagi, greiða út um hálfan milljarð til byggingar Háskólatorgs, tengibygginga á háskólasvæðinu, og styrkja rannsóknarverkefni doktorsnema um nálægt hundrað milljónir á ári. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Háskólasjóðsins, segir að verið sé að breyta sjóðnum þannig að hann þjóni hagsmunum háskólans og það hafi stjórn sjóðsins að leiðarljósi. Aðspurður hvort það hafi ekki verið einmitt það sem stofnendur sjóðsins hafi ætlast til segir Björgólfur svo vera og það liggi greinilega fyrir í stofnskilmálum. Af hverju töf hafi verið á þessum hugmyndum kunni hann ekki skýringar á nema þær að sjóðurinn hafi ávaxtast vel og það komi Háskólanum til góða. Björgólfur Thor bendir á að það hafi verið Vestur-Íslendingar sem hafi stofnað Háskólasjóðinn til að efla menningu hér á landi og nú þegar komi að því að greiða úr honum séu það Austur-Íslendingar sem standi að því. Hann segist finna til mikillar samkenndar með því fólki sem farið hafi frá Íslandi og sest að annars staðar og komið svo með fé til baka til Íslands. Honum finnist það mikil framsýni hjá fólki sem hafi verið uppi fyrir um 100 árum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segist sjá í þessari tengingu Björgólfs þá merkilegu staðreynd, sem sé mjög umhugsunarverð fyrir Íslendingar í dag, að þegar Vestur-Íslendingar hafi viljað minnast sinna forfeðra hafi þeir gert það með því að stofna sjóð sem átti að efla menntun Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Nýir menn, breyttir tímar, segir Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Hér eftir muni sjóðurinn þjóna hagsmunum háskólans og styðja hann með veglegum fjárframlögum eins og Vestur-Íslendingarnir sem stofnuðu sjóðinn ætluðust til. Háskólasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut að stofnun Óskabarns þjóðarinnar á sínum tíma, Eimskipafélags Íslands. Frá upphafi hefur tilgangurinn verið að stuðla að velgengni Háskóla Íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms. Segja má að sjóðurinn hafa haft ákveðinn fælingarmátt því að þeir sem fara með stjórn Eimskips á hverjum tíma stjórna honum. Helmingur arðsins hefur í gegnum tíðina verið notaður í styrki til HÍ en hinn hlutinn til að kaupa bréf í Eimskipi. Deilt hefur verið um ágæti þessarar ráðstöfunar af og til og talað um að sjóðurinn hafi verið notaður til að tryggja ákveðnum hópi völd í Eimskip. Í dag er engin þörf á slíku og sjóðurinn hefur ávaxtast vel, er nú rúmlega tveggja milljarða króna virði og þriggja prósenta eigandi í Burðarási. Ný stjórn ætlar að breyta samsetningu eignarhlutans þannig að ekki verið lengur bara fjárfest í einu félagi, greiða út um hálfan milljarð til byggingar Háskólatorgs, tengibygginga á háskólasvæðinu, og styrkja rannsóknarverkefni doktorsnema um nálægt hundrað milljónir á ári. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Háskólasjóðsins, segir að verið sé að breyta sjóðnum þannig að hann þjóni hagsmunum háskólans og það hafi stjórn sjóðsins að leiðarljósi. Aðspurður hvort það hafi ekki verið einmitt það sem stofnendur sjóðsins hafi ætlast til segir Björgólfur svo vera og það liggi greinilega fyrir í stofnskilmálum. Af hverju töf hafi verið á þessum hugmyndum kunni hann ekki skýringar á nema þær að sjóðurinn hafi ávaxtast vel og það komi Háskólanum til góða. Björgólfur Thor bendir á að það hafi verið Vestur-Íslendingar sem hafi stofnað Háskólasjóðinn til að efla menningu hér á landi og nú þegar komi að því að greiða úr honum séu það Austur-Íslendingar sem standi að því. Hann segist finna til mikillar samkenndar með því fólki sem farið hafi frá Íslandi og sest að annars staðar og komið svo með fé til baka til Íslands. Honum finnist það mikil framsýni hjá fólki sem hafi verið uppi fyrir um 100 árum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segist sjá í þessari tengingu Björgólfs þá merkilegu staðreynd, sem sé mjög umhugsunarverð fyrir Íslendingar í dag, að þegar Vestur-Íslendingar hafi viljað minnast sinna forfeðra hafi þeir gert það með því að stofna sjóð sem átti að efla menntun Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira