Strætó kaupir strætó 9. febrúar 2005 00:01 Strætó hefur keypt 30 nýja strætisvagna af Irisbus gerð og fékk fyrstu fimm vagnana afhenta í gær. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, reynsluók einum vagnanna um götur Reykjavíkur í gær og lét vel af. "Þetta er hinn mesti ljúflingur, hinn fínasti bíll," sagði hann að akstrinum loknum. Þetta er mesta endurnýjun strætóflotans síðan 1968 þegar hægri umferðin var innleidd á Íslandi en þá voru líka keyptir 30 nýir vagnar. "Það var af praktískum ástæðum, dyrnar voru röngu megin eftir að umferðinni var snúið við," rifjar Ásgeir upp. Stykkið af nýja strætónum kostar 19 milljónir króna og samanlagt kostar endurnýjun flotans því 570 milljónir. Fjögur fyrirtæki tóku þátt í útboði Strætó og hreppti B&L hnossið en fyrirtækið hefur umboð fyrir Irisbus sem varð til með sameiningu almenningsvagnaframleiðslu Renault og Iveco fyrir sex árum. Nýju vagnarnir rúma 90 farþega og geta 34 setið. Vélin er 245 hestöfl, knúin dísilolíu og sjálfskipting er fjögurra gíra. Þeir eru gulir að lit eins og forverarnir enda gulur einkennislitur Strætó sem heldur úti 75 vögnum. Eru þeir misgamlir en þeir elstu um tvítugt. Ásgeir forstjóri er afar ánægður með nýju vagnana fyrir hönd vagnstjóra og farþega og sér fram á bjarta tíma í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. "Vagnstjórarnir fá fínan vinnustað og gott umhverfi og farþegar fá bjarta og huggulega vagna til að ferðast í." Strætó fær tíu nýja vagna afhenta í ágúst og aðra tíu í ágúst á næsta ári. Síðustu fimm vagnarnir koma svo á göturnar í ágúst árið 2007. Næsta stóra breyting í þjónustu Strætó verður í júní þegar nýtt leiðarkerfi verður tekið í gagnið. Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Strætó hefur keypt 30 nýja strætisvagna af Irisbus gerð og fékk fyrstu fimm vagnana afhenta í gær. Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó, reynsluók einum vagnanna um götur Reykjavíkur í gær og lét vel af. "Þetta er hinn mesti ljúflingur, hinn fínasti bíll," sagði hann að akstrinum loknum. Þetta er mesta endurnýjun strætóflotans síðan 1968 þegar hægri umferðin var innleidd á Íslandi en þá voru líka keyptir 30 nýir vagnar. "Það var af praktískum ástæðum, dyrnar voru röngu megin eftir að umferðinni var snúið við," rifjar Ásgeir upp. Stykkið af nýja strætónum kostar 19 milljónir króna og samanlagt kostar endurnýjun flotans því 570 milljónir. Fjögur fyrirtæki tóku þátt í útboði Strætó og hreppti B&L hnossið en fyrirtækið hefur umboð fyrir Irisbus sem varð til með sameiningu almenningsvagnaframleiðslu Renault og Iveco fyrir sex árum. Nýju vagnarnir rúma 90 farþega og geta 34 setið. Vélin er 245 hestöfl, knúin dísilolíu og sjálfskipting er fjögurra gíra. Þeir eru gulir að lit eins og forverarnir enda gulur einkennislitur Strætó sem heldur úti 75 vögnum. Eru þeir misgamlir en þeir elstu um tvítugt. Ásgeir forstjóri er afar ánægður með nýju vagnana fyrir hönd vagnstjóra og farþega og sér fram á bjarta tíma í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. "Vagnstjórarnir fá fínan vinnustað og gott umhverfi og farþegar fá bjarta og huggulega vagna til að ferðast í." Strætó fær tíu nýja vagna afhenta í ágúst og aðra tíu í ágúst á næsta ári. Síðustu fimm vagnarnir koma svo á göturnar í ágúst árið 2007. Næsta stóra breyting í þjónustu Strætó verður í júní þegar nýtt leiðarkerfi verður tekið í gagnið.
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira