Farmurinn líklega orsökin 9. febrúar 2005 00:01 "Rannsókn stendur yfir og á meðan svo er vil ég ekki fara út í getgátur um hvað fór úrskeiðis þegar slysið átti sér stað," segir Claus Thornberg, framkvæmdastjóri Tesma-skipafélagsins, en það félag sá um rekstur og mönnun MS Jökulfells, sem sökk á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að fjórir létust og aðrir tveir til viðbótar eru taldir af. Getgátur hafa verið um að með tilliti til þess að veður og sjólag var ekki með þeim hætti að skipinu stafaði mikil hætta af sé líklegasta ástæðan fyrir sjóslysinu sú að farmur skipsins hafi losnað eða færst til með þeim afleiðingum að það tók skyndilega að halla. Sé það rétt útskýrir það flýti áhafnarmeðlima, sem náðu að senda neyðarkall en gafst enginn tími til að tilgreina hvers konar neyð um væri að ræða áður en þeir flýðu sökkvandi skipið. Frá því hefur verið skýrt að þeir fimm áhafnarmeðlimir sem björguðust um borð í danska varðskipið Vædderen voru sjálfir á þeirri skoðun að farmurinn hefði færst til og valdið slysinu og skýtur sú staðreynd að skipið flutti tæp tvö þúsund tonn af stáli stoðum undir þá kenningu en sú vara er ekki flutt venju samkvæmt í gámum heldur eingöngu bundin saman og liggur sér í lest skipsins. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið leitaði til voru allir á einu máli um að fari svo þungur farmur, tvö þúsund tonn af stálbitum eða plötum, af stað í flutningaskipi geti þunginn einn og sér nægt til að velta því en ekki er heldur loku fyrir það skotið að stálið beinlínis skeri gat á byrðing skipsins undir sjólínu. Hvort heldur sem er gefst þá skipverjum lítill tími til að komast frá borði og er þegar ljóst að tveir þeirra sem fundust látnir höfðu ekki náð að klæða sig að fullu í flotgalla áður en þeir fóru í sjóinn. Hjá Tesma-skipafélaginu fengust þær upplýsingar að það teymi sem sá um að lesta Jökulfell hefði gríðarlega reynslu enda væru lestuð þar yfir 50 þúsund tonn af stáli í mánuði hverjum. Ekkert hefði verið óvenjulegt við lestun í Jökulfellið áður en skipið hélt af stað til Íslands. albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
"Rannsókn stendur yfir og á meðan svo er vil ég ekki fara út í getgátur um hvað fór úrskeiðis þegar slysið átti sér stað," segir Claus Thornberg, framkvæmdastjóri Tesma-skipafélagsins, en það félag sá um rekstur og mönnun MS Jökulfells, sem sökk á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að fjórir létust og aðrir tveir til viðbótar eru taldir af. Getgátur hafa verið um að með tilliti til þess að veður og sjólag var ekki með þeim hætti að skipinu stafaði mikil hætta af sé líklegasta ástæðan fyrir sjóslysinu sú að farmur skipsins hafi losnað eða færst til með þeim afleiðingum að það tók skyndilega að halla. Sé það rétt útskýrir það flýti áhafnarmeðlima, sem náðu að senda neyðarkall en gafst enginn tími til að tilgreina hvers konar neyð um væri að ræða áður en þeir flýðu sökkvandi skipið. Frá því hefur verið skýrt að þeir fimm áhafnarmeðlimir sem björguðust um borð í danska varðskipið Vædderen voru sjálfir á þeirri skoðun að farmurinn hefði færst til og valdið slysinu og skýtur sú staðreynd að skipið flutti tæp tvö þúsund tonn af stáli stoðum undir þá kenningu en sú vara er ekki flutt venju samkvæmt í gámum heldur eingöngu bundin saman og liggur sér í lest skipsins. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið leitaði til voru allir á einu máli um að fari svo þungur farmur, tvö þúsund tonn af stálbitum eða plötum, af stað í flutningaskipi geti þunginn einn og sér nægt til að velta því en ekki er heldur loku fyrir það skotið að stálið beinlínis skeri gat á byrðing skipsins undir sjólínu. Hvort heldur sem er gefst þá skipverjum lítill tími til að komast frá borði og er þegar ljóst að tveir þeirra sem fundust látnir höfðu ekki náð að klæða sig að fullu í flotgalla áður en þeir fóru í sjóinn. Hjá Tesma-skipafélaginu fengust þær upplýsingar að það teymi sem sá um að lesta Jökulfell hefði gríðarlega reynslu enda væru lestuð þar yfir 50 þúsund tonn af stáli í mánuði hverjum. Ekkert hefði verið óvenjulegt við lestun í Jökulfellið áður en skipið hélt af stað til Íslands. albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira