Röskva mun sameina námsmenn 9. febrúar 2005 00:01 Föstudaginn 28. janúar síðastliðinn sleit Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, samstarfi sínu við námsmannahreyfingarnar BÍSN, INSÍ og SÍNE í lánasjóðsmálum. Röskva harmar samstarfsslitin enda er samstarfið grundvöllur árangurs fyrir stúdenta í lánasjóðsmálum. Enn fremur harmar Röskva viðbrögð Vöku í kjölfar yfirlýsingar hinna námsmannahreyfinganna um samstarfsslitin. Af viðbrögðunum að dæma virðist skilningur núverandi meirihluta í Stúdentaráði á samstarfi vera afar takmarkaður. Í fyrstu gaf Stúdentaráð út þá yfirlýsingu að allt léki í lyndi á milli námsmannahreyfinganna. Daginn eftir lýsti Stúdentaráð því hins vegar yfir að hreyfingarnar væru að snúast á sveif með Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs sem standa nú yfir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og þykir Röskvu miður að talsmenn ráðsins skildu á slíkan hátt gera lítið úr sjálfstæði hinna hreyfinganna í tilraun til að verja eigin afglöp. Stúdentar gátu svo lesið stríðsfyrirsagnirnar á veggjum skólans sl. föstudag: "Stúdentaráð víkur ekki!" Hvers konar samstarf er það þar sem einn eða fleiri aðilar lýsa því yfir að þeir muni aldrei hvika? Slík yfirlýsing staðfestir skilningsleysi meirihlutans á mikilvægi samstarfsins, sem er megin forsenda kjarabóta lánþega. Eins og staðan er núna er Stúdentaráð Háskóla Íslands því í minnihluta í minnihluta innan stjórnar lánasjóðsins og án fulltrúa í endurskoðunarnefnd sjóðsins! Aldrei hefur staða lánþega við Háskóla Íslands verið eins veik – "staðfesta" Vöku hefur tryggt það. Því má svo velta upp hvaða örðugleikar hafa valdið því að á þessum tímapunkti treysta aðrar námsmannahreyfingar SHÍ ekki lengur til að sitja fyrir sína hönd í stjórn lánasjóðsins. Röskva hefur hins vegar aðrar hugmyndir um samstarf námsmannahreyfinganna. Við vitum að það eru kröfurnar sem fulltrúar nemenda leggja fram í endurskoðunarnefnd sjóðsins sem skipta máli, en ekki frá hvaða námsmannahreyfingu fulltrúarnir koma. Röskva mun ekki gefa eftir í kröfum SHÍ – þvert á móti. Með öflugu samstarfi hreyfinganna eru hagsmunir lánþega við Háskóla Íslands best tryggðir enda er samtakamáttur fjöldans öflugri en veikburða rödd klofins minnihluta. Í dag er fyrri kjördagur í Stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands. Röskva skorar á stúdenta að nýta sér kosningarétt sinn og snúa vörn í sókn! Anna Pála er Stúdentaráðsliði Röskvu og Ásgeir skipar 1. sæti á Stúdentaráðslista Röskvu í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 28. janúar síðastliðinn sleit Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, samstarfi sínu við námsmannahreyfingarnar BÍSN, INSÍ og SÍNE í lánasjóðsmálum. Röskva harmar samstarfsslitin enda er samstarfið grundvöllur árangurs fyrir stúdenta í lánasjóðsmálum. Enn fremur harmar Röskva viðbrögð Vöku í kjölfar yfirlýsingar hinna námsmannahreyfinganna um samstarfsslitin. Af viðbrögðunum að dæma virðist skilningur núverandi meirihluta í Stúdentaráði á samstarfi vera afar takmarkaður. Í fyrstu gaf Stúdentaráð út þá yfirlýsingu að allt léki í lyndi á milli námsmannahreyfinganna. Daginn eftir lýsti Stúdentaráð því hins vegar yfir að hreyfingarnar væru að snúast á sveif með Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs sem standa nú yfir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og þykir Röskvu miður að talsmenn ráðsins skildu á slíkan hátt gera lítið úr sjálfstæði hinna hreyfinganna í tilraun til að verja eigin afglöp. Stúdentar gátu svo lesið stríðsfyrirsagnirnar á veggjum skólans sl. föstudag: "Stúdentaráð víkur ekki!" Hvers konar samstarf er það þar sem einn eða fleiri aðilar lýsa því yfir að þeir muni aldrei hvika? Slík yfirlýsing staðfestir skilningsleysi meirihlutans á mikilvægi samstarfsins, sem er megin forsenda kjarabóta lánþega. Eins og staðan er núna er Stúdentaráð Háskóla Íslands því í minnihluta í minnihluta innan stjórnar lánasjóðsins og án fulltrúa í endurskoðunarnefnd sjóðsins! Aldrei hefur staða lánþega við Háskóla Íslands verið eins veik – "staðfesta" Vöku hefur tryggt það. Því má svo velta upp hvaða örðugleikar hafa valdið því að á þessum tímapunkti treysta aðrar námsmannahreyfingar SHÍ ekki lengur til að sitja fyrir sína hönd í stjórn lánasjóðsins. Röskva hefur hins vegar aðrar hugmyndir um samstarf námsmannahreyfinganna. Við vitum að það eru kröfurnar sem fulltrúar nemenda leggja fram í endurskoðunarnefnd sjóðsins sem skipta máli, en ekki frá hvaða námsmannahreyfingu fulltrúarnir koma. Röskva mun ekki gefa eftir í kröfum SHÍ – þvert á móti. Með öflugu samstarfi hreyfinganna eru hagsmunir lánþega við Háskóla Íslands best tryggðir enda er samtakamáttur fjöldans öflugri en veikburða rödd klofins minnihluta. Í dag er fyrri kjördagur í Stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands. Röskva skorar á stúdenta að nýta sér kosningarétt sinn og snúa vörn í sókn! Anna Pála er Stúdentaráðsliði Röskvu og Ásgeir skipar 1. sæti á Stúdentaráðslista Röskvu í ár.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar