Eið Smára á ensku eða íslensku? 8. febrúar 2005 00:01 Í kjölfar úrskurðar útvarpsréttarnefndar um útsendingar Skjás eins á knattspyrnuleikjum án íslenskrar lýsingar hafa fimmtán þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum þannig að senda megi beint út frá erlendum íþróttaviðburðum án þess að íslensk þýðing fylgi. Formaður Íslenskrar málnefndar telur að með því geti íslenskri tungu verið hætta búin en þingmanni Vinstri grænna og forstöðumanni Íslenskrar málstöðvar líst hins vegar ágætlega á málið. Gölluð löggjöf Meginhluti þingflokks sjálfstæðismanna lagði fram frumvarp á Alþingi í fyrradag um breytingu á útvarpslögum svo heimilt verði að útvarpa beinum útsendingum frá erlendum íþróttaviðburðum án þess að íslenskt tal eða texti fylgi með. Frumvarpið kemur í kjölfar úrskurðar útvarpsréttarnefndar þar sem Skjá einum var bannað að senda enska boltann út í beinni útsendingu með lýsingu enskra þula. "Við sem leggjum frumvarpið fram teljum að túlkun útvarpsréttarnefndar á útvarpslögum sé mismunun gagnvart þeim sem starfa á sjónvarpsmarkaði og að jafnræði sé skert," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður frumvarpsins. "Sumum sjónvarpsstöðvum er heimilt að senda út erlent sjónvarpsefni án texta eða íslenskrar lýsingar allan sólarhringinn ef um er að ræða endurvarp heildardagskrár erlendra sjónvarpsstöðva. Þegar eru um 50 stöðvar sendar út með þessum hætti. Það er hins vegar óheimilt ef erlenda efnið er aðeins hluti af dagskránni. Þetta er mismunun og galli á löggjöfinni sem þarf að lagfæra," segir Sigurður Kári. Íslensk málnefnd á móti. Lagagreinin sem fimmtánmenningarnir vilja breyta hljóðar á þessa leið: "Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa." Augljóslega hafa málverndarsjónarmið ráðið ferðinni þegar þessum takmörkunum var komið á og því kemur ekki á óvart að málverndarsinnar vilji fara varlega. "Ég held að það hljóti að vera skoðun Íslenskrar málnefndar að erlent tal verði ekki leyft nema í algerum undantekningartilvikum," segir Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, en hún telur íþróttaviðburði ekki flokkast undir slík tilvik enda eru kappleikir á dagskránni oft í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Skjá einum lýsa íslenskir fréttamenn að jafnaði tveimur af hverjum fimm leikjum sem fram fara í ensku knattspyrnunni en afganginn sjá enskir kollegar þeirra um. Margir líta tilslakanir í þessum efnum hornauga og benda á að alls staðar sé að málinu sótt, til dæmis bera æ færri verslanir íslensk nöfn. Guðrún tekur að sumu leyti í svipaðan streng. "Ég tel að málinu geti verið hætta búin ef menn nota ensku í enn ríkari mæli í íþróttamáli en nú er gert. Fram að þessu hefur verið reynt að lýsa á íslensku og þegar nýjar íþróttagreinar eru teknar upp þá hefur orðið til fullkominn íslenskur orðaforði af því að menn hafa notað íslenskar lýsingar." Hefði þetta ekki verið gert mætti búast við að enska væri notuð á íþróttavöllum landsins. Ari Páll hlynntur breytingum. Það vekur hins vegar athygli að Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar er ekki sama sinns. "Þetta er frekar afmarkað svið og það er nú þegar heimilt að senda fréttir beint út án þess að íslensk þýðing fylgi með. Út af fyrir sig er það því alveg gilt sjónarmið að íþróttaviðburðir séu í þeim flokki. Ég vil á hinn bóginn hvetja stjórnendur Skjás 1 að nota það fé sem þeir telja sig geta sparað til að búa til vandað íslenskt dagskrárefni," segir hann. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur eðlilegra að greina á milli Ríkisútvarpsins og annarra stöðva en á milli íslenskra og erlendra stöðva.. "Mér hefur aldrei þótt við geta lagt sömu skyldur á aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og á Ríkisútvarpið. Mér finnst að Ríkisútvarpið eigi að fá umtalsverða fé til að sinna þýðingarskyldu sinni og þá megi hinar stöðvarnar í sjálfu sér leika dálítið lausum hala," segir hún. Kolbrún segir tilgangslaust að horfa framhjá þeirri þróuninni í hinu heimsvædda fjölmiðlaumhverfi og útilokar því ekki að styðja frumvarp fimmtánmenninganna. "Ég áskil mér allan rétt til þess að skoða það vel." Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í kjölfar úrskurðar útvarpsréttarnefndar um útsendingar Skjás eins á knattspyrnuleikjum án íslenskrar lýsingar hafa fimmtán þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum þannig að senda megi beint út frá erlendum íþróttaviðburðum án þess að íslensk þýðing fylgi. Formaður Íslenskrar málnefndar telur að með því geti íslenskri tungu verið hætta búin en þingmanni Vinstri grænna og forstöðumanni Íslenskrar málstöðvar líst hins vegar ágætlega á málið. Gölluð löggjöf Meginhluti þingflokks sjálfstæðismanna lagði fram frumvarp á Alþingi í fyrradag um breytingu á útvarpslögum svo heimilt verði að útvarpa beinum útsendingum frá erlendum íþróttaviðburðum án þess að íslenskt tal eða texti fylgi með. Frumvarpið kemur í kjölfar úrskurðar útvarpsréttarnefndar þar sem Skjá einum var bannað að senda enska boltann út í beinni útsendingu með lýsingu enskra þula. "Við sem leggjum frumvarpið fram teljum að túlkun útvarpsréttarnefndar á útvarpslögum sé mismunun gagnvart þeim sem starfa á sjónvarpsmarkaði og að jafnræði sé skert," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður frumvarpsins. "Sumum sjónvarpsstöðvum er heimilt að senda út erlent sjónvarpsefni án texta eða íslenskrar lýsingar allan sólarhringinn ef um er að ræða endurvarp heildardagskrár erlendra sjónvarpsstöðva. Þegar eru um 50 stöðvar sendar út með þessum hætti. Það er hins vegar óheimilt ef erlenda efnið er aðeins hluti af dagskránni. Þetta er mismunun og galli á löggjöfinni sem þarf að lagfæra," segir Sigurður Kári. Íslensk málnefnd á móti. Lagagreinin sem fimmtánmenningarnir vilja breyta hljóðar á þessa leið: "Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa." Augljóslega hafa málverndarsjónarmið ráðið ferðinni þegar þessum takmörkunum var komið á og því kemur ekki á óvart að málverndarsinnar vilji fara varlega. "Ég held að það hljóti að vera skoðun Íslenskrar málnefndar að erlent tal verði ekki leyft nema í algerum undantekningartilvikum," segir Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, en hún telur íþróttaviðburði ekki flokkast undir slík tilvik enda eru kappleikir á dagskránni oft í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Skjá einum lýsa íslenskir fréttamenn að jafnaði tveimur af hverjum fimm leikjum sem fram fara í ensku knattspyrnunni en afganginn sjá enskir kollegar þeirra um. Margir líta tilslakanir í þessum efnum hornauga og benda á að alls staðar sé að málinu sótt, til dæmis bera æ færri verslanir íslensk nöfn. Guðrún tekur að sumu leyti í svipaðan streng. "Ég tel að málinu geti verið hætta búin ef menn nota ensku í enn ríkari mæli í íþróttamáli en nú er gert. Fram að þessu hefur verið reynt að lýsa á íslensku og þegar nýjar íþróttagreinar eru teknar upp þá hefur orðið til fullkominn íslenskur orðaforði af því að menn hafa notað íslenskar lýsingar." Hefði þetta ekki verið gert mætti búast við að enska væri notuð á íþróttavöllum landsins. Ari Páll hlynntur breytingum. Það vekur hins vegar athygli að Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar er ekki sama sinns. "Þetta er frekar afmarkað svið og það er nú þegar heimilt að senda fréttir beint út án þess að íslensk þýðing fylgi með. Út af fyrir sig er það því alveg gilt sjónarmið að íþróttaviðburðir séu í þeim flokki. Ég vil á hinn bóginn hvetja stjórnendur Skjás 1 að nota það fé sem þeir telja sig geta sparað til að búa til vandað íslenskt dagskrárefni," segir hann. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur eðlilegra að greina á milli Ríkisútvarpsins og annarra stöðva en á milli íslenskra og erlendra stöðva.. "Mér hefur aldrei þótt við geta lagt sömu skyldur á aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og á Ríkisútvarpið. Mér finnst að Ríkisútvarpið eigi að fá umtalsverða fé til að sinna þýðingarskyldu sinni og þá megi hinar stöðvarnar í sjálfu sér leika dálítið lausum hala," segir hún. Kolbrún segir tilgangslaust að horfa framhjá þeirri þróuninni í hinu heimsvædda fjölmiðlaumhverfi og útilokar því ekki að styðja frumvarp fimmtánmenninganna. "Ég áskil mér allan rétt til þess að skoða það vel."
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira