Krabbameinið á Stöðvarfirði 28. janúar 2005 00:01 Afleiðingar kvótakerfisins - Sigurjón Þórðarson alþingismaður Kvótakerfið virðist vera að gera enn eitt strandhöggið í byggðir landsins. Nú er það Stöðvarfjörður sem verður illilega fyrir barðinu á vonlausu fiskveiðistjórnunarkerfi. Á heimasíðu minni www.sigurjon.is má sjá línurit sem sýna svo ekki verður um villst að kerfið hefur engu skilað. Bæði er aflinn nú helmingi minni en fyrir daga kerfisins og einnig er viðmiðunarstofn Hafrannsóknarstofnunar minni en fyrir daga kerfisins. Það er athyglisvert að renna í gegnum útgerðarsögu Stöðvarfjarðar á síðustu 10 árum. Árið 1995 slitnar upp úr samstarfi Stöðfirðinga og Breiðdælinga um rekstur sjávarútvegsfyrirtækisins Gunnarstinds og í kjölfarið kemst Stöðvarfjarðar-hluti fyrirtækisins í eigu hreppsins og fyrirtækja sem tengd eru Framsóknarflokknum s.s. Olíufélagið hf. Essó. Á næstu árum eignaðist KEA fyrirtækið og það rann síðan inn í stórt sameinað sjávarútvegsfyrirtæki Snæfell 1997. Snæfell lenti í brasi með sinn rekstur og gekk þar ekki eftir sú kennisetning að sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki væru öflugri og sterkari. Hið sameinaða fyrirtæki varð eins og fleiri sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki einungis stærra og skuldugra en ekki batnaði reksturinn. Snæfell sameinaðist fyrir um fjórum árum Samherja. Nú berast þær fréttir af sameinuðum Samherja að reksturinn gangi svo erfiðlega að ekki gangi lengur að vinna fisk á Stöðvarfirði. Lokun landvinnslunnar á Stöðvarfirði er augljós merki um slæmar afleiðingar kvótakerfisins sem er sem krabbamein á landsbyggðinni. Öllu lúmskari eru áhrifin sem kvótakerfið hefur haft í að draga allan þrótt úr Stöðvarfirði sem og öðrum sjávarbyggðunum þ.e. með því að koma í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi. Það hefur valdið bæði stöðnun í atvinnugreininni, jafnvel í sjávarbyggðum þar sem mikill kvóti er skráður til hafnar. Það voru vægast sagt ósmekkleg ummæli sjávarútvegsráðherra Árna Mathiesen sem hann lét hafa eftir sér þegar fréttir bárust af því að Stöðfirðingar misstu atvinnuna og hefðu nánast enga von um að geta sótt björg í sjó vegna handónýts kvótakerfis. Ráðherranum fannst þarna vera komið tilefni til þess að hrósa Samherja fyrir hvernig þeir hefðu staðið að andlátsfrétt fyrirtækisins. Ég tel að ráðherrann eigi að biðjast afsökunar á orðum sínum og aflétta þeim höftum sem hann leggur á atvinnufrelsi Stöðfirðinga. Það myndi öllu breyta á Stöðvarfirði ef íbúar fengju einungis að nýta nálæg fiskimið. Viðbrögð oddvita Samfylkingarinnar, Kristjáns Möller, voru um margt sérstök, en hann kokgleypti þá skýringu Samherja að kenna gengisskráningunni um ástandið á Stöðvarfirði. Auðvitað veit Kristján að kvótakerfinu er um að kenna en samt sem áður forðast hann eins og heitan eldinn að nefna þá staðreynd að kerfið er að kæfa byggðarlagið. Það er orðið löngu tímabært að Kristján Möller geri hreint fyrir sínum dyrum og segi af eða á hvort að hann sé fylgjandi eða andvígur núverandi kvótakerfi. Að lokum er rétt að taka skýrt fram að ekki ber einungis að kenna Samherjamönnum einum um lokun fiskvinnslunar á Stöðvarfirði heldur einnig og miklu frekar við þá stjórnmálamenn sem hafa búið til krabbameinið s.s. Halldór Ásgrímsson sem er guðfaðir kvótakerfisins. Vísasta leiðin til þess að skera æxlið í burtu er að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn en hann mun ganga hreint til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Afleiðingar kvótakerfisins - Sigurjón Þórðarson alþingismaður Kvótakerfið virðist vera að gera enn eitt strandhöggið í byggðir landsins. Nú er það Stöðvarfjörður sem verður illilega fyrir barðinu á vonlausu fiskveiðistjórnunarkerfi. Á heimasíðu minni www.sigurjon.is má sjá línurit sem sýna svo ekki verður um villst að kerfið hefur engu skilað. Bæði er aflinn nú helmingi minni en fyrir daga kerfisins og einnig er viðmiðunarstofn Hafrannsóknarstofnunar minni en fyrir daga kerfisins. Það er athyglisvert að renna í gegnum útgerðarsögu Stöðvarfjarðar á síðustu 10 árum. Árið 1995 slitnar upp úr samstarfi Stöðfirðinga og Breiðdælinga um rekstur sjávarútvegsfyrirtækisins Gunnarstinds og í kjölfarið kemst Stöðvarfjarðar-hluti fyrirtækisins í eigu hreppsins og fyrirtækja sem tengd eru Framsóknarflokknum s.s. Olíufélagið hf. Essó. Á næstu árum eignaðist KEA fyrirtækið og það rann síðan inn í stórt sameinað sjávarútvegsfyrirtæki Snæfell 1997. Snæfell lenti í brasi með sinn rekstur og gekk þar ekki eftir sú kennisetning að sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki væru öflugri og sterkari. Hið sameinaða fyrirtæki varð eins og fleiri sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki einungis stærra og skuldugra en ekki batnaði reksturinn. Snæfell sameinaðist fyrir um fjórum árum Samherja. Nú berast þær fréttir af sameinuðum Samherja að reksturinn gangi svo erfiðlega að ekki gangi lengur að vinna fisk á Stöðvarfirði. Lokun landvinnslunnar á Stöðvarfirði er augljós merki um slæmar afleiðingar kvótakerfisins sem er sem krabbamein á landsbyggðinni. Öllu lúmskari eru áhrifin sem kvótakerfið hefur haft í að draga allan þrótt úr Stöðvarfirði sem og öðrum sjávarbyggðunum þ.e. með því að koma í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi. Það hefur valdið bæði stöðnun í atvinnugreininni, jafnvel í sjávarbyggðum þar sem mikill kvóti er skráður til hafnar. Það voru vægast sagt ósmekkleg ummæli sjávarútvegsráðherra Árna Mathiesen sem hann lét hafa eftir sér þegar fréttir bárust af því að Stöðfirðingar misstu atvinnuna og hefðu nánast enga von um að geta sótt björg í sjó vegna handónýts kvótakerfis. Ráðherranum fannst þarna vera komið tilefni til þess að hrósa Samherja fyrir hvernig þeir hefðu staðið að andlátsfrétt fyrirtækisins. Ég tel að ráðherrann eigi að biðjast afsökunar á orðum sínum og aflétta þeim höftum sem hann leggur á atvinnufrelsi Stöðfirðinga. Það myndi öllu breyta á Stöðvarfirði ef íbúar fengju einungis að nýta nálæg fiskimið. Viðbrögð oddvita Samfylkingarinnar, Kristjáns Möller, voru um margt sérstök, en hann kokgleypti þá skýringu Samherja að kenna gengisskráningunni um ástandið á Stöðvarfirði. Auðvitað veit Kristján að kvótakerfinu er um að kenna en samt sem áður forðast hann eins og heitan eldinn að nefna þá staðreynd að kerfið er að kæfa byggðarlagið. Það er orðið löngu tímabært að Kristján Möller geri hreint fyrir sínum dyrum og segi af eða á hvort að hann sé fylgjandi eða andvígur núverandi kvótakerfi. Að lokum er rétt að taka skýrt fram að ekki ber einungis að kenna Samherjamönnum einum um lokun fiskvinnslunar á Stöðvarfirði heldur einnig og miklu frekar við þá stjórnmálamenn sem hafa búið til krabbameinið s.s. Halldór Ásgrímsson sem er guðfaðir kvótakerfisins. Vísasta leiðin til þess að skera æxlið í burtu er að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn en hann mun ganga hreint til verks.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar