Sport

Owen slær metið, segir Shearer

Alan Shearer, leikmaður Newcastle og fyrrum fyrirliði enska knattspyrnulandsliðsins, hefur fulla trú á að Michael Owen, leikmaður Real Madrid, muni slá markamet Sir Bobby Charlton en hann skorað 49 mörk á ferlinum.  "Owen er bara 25 ára gamall þannig að tíminn er honum hliðhollur," sagði Shearer en Owen hefur nú þegar skorað 29 mörk fyrir enska landsliðið og gæti því náð því þrítugasta á morgun er liðið mætir Azerbaijan. "Það eina sem gæti komið í veg fyrir að hann verði markahæsti landsliðsmaður allra tíma er meiðsli," bætti Shearer við. Markahæstu landsliðsmenn Englendinga: 1. sæti Sir Bobby Charlton - 49 mörk 2. sæti Gary Lineker - 48 mörk 3. sæti Jimmy Greaves 44 mörk 4.-6. sæti Sir Tom Finney - 30 mörk 4.-6. sæti Nat Lofthouse - 30 mörk 4.-6. sæti Alan Shearer - 30 mörk 7. sæti Michael Owen - 29 mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×