Erlent

Langur listi yfir hugsanlegt nafn

Lögreglan í Kaupmannahöfn er nálægt því að bera kennsl á manninn sem fannst myrtur á hrottalegan hátt í borginni um páskana. Hún hefur nú búið til lista yfir hugsanlegt nafn mannsins og eru alls eru 50 nöfn á listanum. Fæturnir og hönd af manninum fundust á laugardag í Klerkagötu í miðborg Kaupmannahafnar og í gær fannst búkurinn í þremur hlutum í húsasundi við Aðalgötu, nokkur hundruð metra frá Klerkagötu. Lögregla brá á það ráð í gær að leita eftir upplýsingum um manninn hjá almenningi og birti mynd af honum í fjölmiðlum. Hún fékk í kjölfarið hundruð ábendinga og segir lögregla að margar þeirra bendi í sömu átt en vill ekki tjá sig frekar um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×